Í þjóðfélaginu hefur kviknað mikil umræða um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ég tel mjög mikilvægt að þessi umræða fái að dafna og þróast en verði ekki kæfð niður með því að keyra frumvarpið í gegnum þingið með offorsi.
Ég fór til Kúbu fyrir skömmu sem ekki er í frásögur færandi. Það hefur fjöldi íslendinga farið þangað á undanförnum árum. Kúba hefur sérstöðu í hugum fólks, þessi eyja sem lenti í því að verða bitbein stórveldanna. Í hugum margra er Kúpa líka einskonar forngripasafn þar sem tíminn standi í stað og margir vilja koma þangað meðan Kastró er enn á lífi því við fráfall hans muni allt breytast.
Lengi var ég á þeirri skoðun að tilviljanir hefðu lítið gildi sem skýringartæki. Ég afneitaði þeim að mestu og vildi alltaf finna aðrar ástæður fyrir hinum ýmsu atburðum.
Ég lýsi eins og venjulega yfir fullum stuðningi við allt sem kemur úr smiðju Davíðs Oddssonar og tel eins og hann mikilvægt að koma böndum á rísandi auðvald í okkar ágæta landi.
Gíslarnir japönsku frá Írak eru komnir heim heilir á húfi. Mér var létt. Ég hafði séð myndir af þeim í haldi með bandbrjálaða menn yfir sér með branda á lofti, öskrandi hótanir um líflát og tortúr.
Sæll Ögmundur.Fólskuleg árás á New York árið 2001, og innrásin í Írak breyttu ekki aðeins framtíð okkar. Við neyðumst líka til að endurskoða fortíðina og skilgreina strauma, stefnur, flokka og þjóðfélög upp á nýtt.