Fara í efni

Greinasafn

2004

Óskiljanleg framkoma fjármálaráðherra

Geir H Haarde hefur að mörgu leyti verið farsæll fjármálaráðherra. Að sjálfsögðu verður ekkert horft framhjá því að sem fjármálaráðherra ber hann fulla ábyrgð á þeirri  stjórnarstefnu, sem hér hefur verið fylgt á undanförnum árum en afleiðingar hennar eru smám saman að birtast í aukinni misskiptingu gæðanna, niðurbroti á samfélagsþjónustu og samþjöppun á auði og völdum.

Bush ósáttur við pyntingar – Halldór líka

Hrikalegar eru myndirnar og frásagnirnar sem birtast af pyntingum hernámsliðsins á föngum í Írak. Þetta eru mennirnir sem Bush segir hafa verið senda til að frelsa Íraka.

Framsókn og tyggigúmmí

Eftir notkun Framsókn ferflesta menn að stressaþví undir skó hún skellir sérsem skítug tyggjóklessa.Kristján Hreinsson, skáld Hér vísar KH í þessa grein

Er forsætisráðherra að ofsækja Baug?

Þannig spyr DV í vikunni af tilefni fjölmiðlafrumvarps. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er fenginn til að tjá sig um hugsanlegt einelti á hendur Baugi.

Kenningar, raunveruleiki og opinber rekstur.

Sæll Ögmundur,Ég las grein þína í Morgunblaðinu um daginn, þar sem þú gagnrýndir Verslunarráð og hægrimenn fyrir mótsagnakenndan málflutning varðandi einkavæðingu og einkaframkvæmd.
Varað við einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar!

Varað við einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar!

Einn merkasti fræðimaður samtímans á sviði heilbrigðismála, sænski prófessorinn Göran Dahlgren, hélt fyrirlestur í vikunni um kerfisbreytingar í heilbrigðismálum og framtíðarsýn á því sviði.

Frjálshyggjan: kenning og framkvæmd

Þorsteinn Siglaugsson skrifar mér athyglisvert bréf,  sem birtist hér á lesendasíðunni í dag. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef áður vísað til þess að Þorsteinn Siglaugsson, sé á meðal hinna  “rökvísustu forsvarsmanna frjálshyggjunnar og Sjálfstæðisflokksins”.
Er Fréttablaðið ósátt við tyggigúmmíkenninguna?

Er Fréttablaðið ósátt við tyggigúmmíkenninguna?

Í dag birtist grein eftir mig í Fréttablaðinu. Að mér forspurðum var greinin stytt, bæði fyrirsögn og sjálfur textinn.

Er bókhaldið suður í Borgarfirði?

Í orði hafa fulltrúar Samfylkingarinnar barist fyrir því þjóðþrifamáli að stjórnmálaflokkarnir opni bókhald sitt þannig að greina megi meint hagsmunatengsl milli fyrirtækja og flokka og treysta með því lýðræðislegt vald almennra kjósenda.

Spennandi dagar

Ríkisstjjórnarmeirihlutinn hyggst setja lög sem takmarkar samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þessu hefði undirritaður satt að segja ekki trúað fyrir fáum mánuðum.