Fara í efni

Greinasafn

Október 2005

ÞAR HITTI SKRATTINN ÖMMU SÍNA

Baugur og ónefndur brátt verða kvitt og barátta þeirra mun dvínaþví að andskotinn sjálfur hefur nú hitt hina gráðugu ömmu sína.

20% ÁLAGSGREIÐSLUR FYRIR DEKURVIÐTÖL?

Heill og sæll Ögmundur !Ég ákvað að skrifa þér þegar ég heyrði það í fréttum að Halldór Ásgrímsson væri farinn að halda mánaðarlega fréttamannafundi, bara svona um allt og ekkert.

TIL ÞEIRRA SEM BERA ÁBYRGÐ Á BIRNI OG HALLDÓRI

Setja má spurningarmerki við viðbrögð forsætisráðherra ekki síður en við viðbrögð dómsmálaráðherra eftir úrskurð Hæstaréttar í Baugsmálinu.

EINKAVÆÐINGARFJÁRLÖGIN

Í gær fór fram á Alþingi einhver undarlegasta umræða sem þar hefur farið fram um árabil. Þetta var fyrsta umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun á Símasilfrinu, söluandvirði Símans.

BAUGUR OG SAMFÉLAGIÐ

Jón Ásgeir Jóhannesson mætti í viðtal á Stöð 2 í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar sem vísaði öllum ákæruatriðunum í Baugsmálinu frá nema átta – og er það sem eftir stendur einna helst meint brot á tollalögum vegna innflutnings á fáeinum bifreiðum og kannski einum sláttuvélartraktor, ef ég man rétt.

HÖNDIN ER BÓLGIN OG BLÁ

Allt frá þeim degi er Jón Ásgeir Jóhannesson neitaði að greiða tíund í sjóði Sjálfstæðisflokksins, hefur fyrirtækið Baugur verið í sóttkví Davíðs Oddssonar.

MUN MORGUNBLAÐIÐ SJÁ LJÓSIÐ?

Hinn 4. október birtist athyglisverður leiðari í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Forsetinn og fjölmiðlarnir. Ekki ætla ég að fjalla sérstaklega um útleggingar Morgunblaðsins á orðum Ólafs Ragnars Grímssonar við þingsetningu, sem þó voru tilefni leiðarans, heldur um inntakið í afstöðu Morgunblaðsins.

FRÉTTIR ÚR KAUPHÖLLINNI

Ég sæki mikið inn á heimasíðu Kauphallar Íslands mér til skemmtunar og fróðleiks. Þar má finna fregnir af flóknum málum sem ekki er alltaf auðvelt að skilja en með skýrri og skorinorðri framsetningu renna margslungnir innviðir viðskiptalífsins ofan í mann eins og sykurlegnar pönnukökur.

UM KONUR OG KARLA Í FÆÐINGARORLOFI

22. september síðastliðinn var viðtal við þig sýnt í fjölmiðlum, þess efnis að feður hefðu ekki jafnan rétt á við mæður að sækja styrki úr Fæðingarorlofssjóði.

VÍSA VARÐ TIL

Núverandi forsætisráðherra fær alveg skelfilega litla athygli. Fólk tekur ekki eftir honum þótt hann birtist á skjánum; skjálfi og nötri einsog fallandi laufblað að hausti.