MIKILVÆGUR FYRIRVARI BORGARSTJÓRA
18.02.2005
Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing borgarstjórans í Reykjavík, bæjarstjórans á Akureyri, fjármálaráherra og iðnaðarráðherra "um að íslenska ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun." Þetta er nokkuð sem hefur verið á dagskrá hjá Reykjavíkurborg í langan tíma, eða í rúman áratug eftir því sem ég kemst næst, og hefur þessi vilji verið áréttaður með reglulegu millibili.