Mér finnst stundum eins og vanti Hagfræði 101 í málflutning þinn og reyndar fleiri þingmanna. Í fyrsta lagi er skattur á hagnað fyrirtækja 18% og síðan geta þau greitt arð af því sem eftir stendur, og greiðir þá móttakandinn 10% fjármagnstekjuskatt.
Menn hafa nokkuð velt því fyrir sér hvers vegna sendiherra Ísraels vildi hitta að máli fulltrúa allra annarra stjórnmálaflokka en VG, til að skýra hin "tæknilegu mistök" í Ben Hanun á Gaza þar sem 18 óbreyttir borgarar voru myrtir í síðustu viku.
Ég var að heyra í fréttum af utandagskrárumræðu á Alþingi þar sem frummælandi var Álfheiður Ingadóttir. Mér þykir hressilegur andi jafnan fylgja Álfheiði, varaþingmanni þínum, Ögmundur þegar hún kemur inn á Alþingi.
Úr hverju er þessi þjóð búin til? Á sama tíma og ríksstjórnin talar um að lækka skatta stórfyrirtækja niður í 10% er verið að bjóða öldruðum smá mola með stig lækkun á skerðingu ellilífeyris sem taka á gildi í áföngum yfir mörg ár.
Þessi kvikindi eru út um allt. Alveg sama hvar maður kemur. Þú kemur í strætó og spyrð um einhvern stað og mætir algeru skilningsleysi. Þú kemur í búð og spyrð t.d.
Kæri Ögmundur! Ég er fullkomlega sammála afstöðu þinni sem kemur fram í pistlunum “HVERN ER VERIÐ AÐ HAFA AÐ FÍFLI? “ og “BANKARNIR RÍFI SIG EKKI FRÁ SAMFÉLAGINU “ á vefsíðunni þinni! Mér finnst þó að það hefði mátt benda á að enda þótt “hlutafélagsformið”, geti verið ágætt þar sem það á við og er heiðarlega rekið, hafi mönnum engu að síður tekist að spilla því og misnota eins og önnur efnahags- og þjóðfélagsúrræði.
Ég fylgdist með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands, í Silfri Egils í dag. Í þáttinn var Guðfríði Lilju greinilega boðið vegna þeirrar ákvörðunar hennar að gefa kost á sér á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í komandi prófkjöri á höfuðborgarsvæðinu.