MORGUNBLAÐIÐ OG KALDASTRÍÐIÐ TÖPUÐU Í PRÓFKJÖRI ÍHALDSINS
29.10.2006
Hvers vegna tapar maður í prófkjöri Íhaldsins sem ber höfuð og herðar yfir mótframbjóðendur sína hvað varðar vitsmuni og atgervi? Það gerir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem ekki nær öðru sæti eins og hann vildi en hafnar í því þriðja sem hann vildi ekki.