Óhætt er að segja að umræðan um umhverfismál verður nú kraftmeiri með hverjum mánuðinum sem líður. Líklegt má heita að ef vitund fólks um mikilvægi umhverfisverndar hefði verið komin á það stig sem hún er nú, hefði Kárahnjúkavirkjun aldrei orðið að veruleika.
Sæll Ögmundur.Hvers vegna talar þú svona niðrandi um þá aðila sem vinna hjá bönkunum og hafa komið sér vel áfram í grein þinni 1.11.06? Mér finnst skrif þín ekki hæfa stjórnmálamanni sem situr á alþingi sem málsvari þjóðarinnar og óska eftir að þú endurskoðir ummælin.
Ólína, góðvina þessarar síðu, nánast fastapenni í lesendadálki, setur fram mjög umhugsunarverða spurningu, sem er meira en þess virði að menn hugleiði.
Nýlega birti Deloitte úttekt sína á Strætó bs samkvæmt beiðni stjórnar fyrirtækisins. Sannast sagna er alltaf ástæða til að leggja við hlustir þegar slíkar úttektir líta dagsins ljós því oftar en ekki virðast þær sniðnar að fyrirfram gefnum niðurstöðum.