Fara í efni

Greinasafn

Júlí 2007

"ALLIR ÞEIR SEM FRÉTTASTOFAN TALAÐI VIÐ"

Þegar sparisjóðirnir voru settir á laggirnar á sínum tíma var það gert til að styrkja byggðarlög og samfélög.
YFIRLÝSING SVANDÍSAR: FORMSATRIÐI EÐA PÓLITÍK?

YFIRLÝSING SVANDÍSAR: FORMSATRIÐI EÐA PÓLITÍK?

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnir á stefnu VG í raforkumálum og varar við því að halda út á einkavæðingarbrautina með grunnþjónustu samfélagsins. Svandís segir að með yfirlýsingu sinni vilji hún vekja athygli  "á stórvarasamri stefnu og hættulegu fordæmi..." Mér er kunnugt um að Svandís sendi yfirlýsingu sína forsvarsmönnum OR fyrir stjórnarfund  þar á bæ í gær jafnframt því sem yfirlýsingin var send fjölmiðlum.

FRAMTÍÐARSÝN FJÁRFESTA

Birtist í DV 16.07.07.Í fréttum Ríkisútvarpsins 30. júní sl. var viðtal við bæjarstjórann í Reykjanesbæ, Árna Sigfússon, um kaup og sölu á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja.

ÓNANÍ Á LJÓSVAKNUUM

Sæll Ögmundur.Fyrir skemmstu skrifaði Jón Þórarinsson þér bréf. Þar sagði Jón að ekki hefði gengið eftir sá spádómur “að Rúv myndi loga stafna á milli eftir að það yrði hlutafélagavætt”.
AÐ SEGJA EITT EN FRAMKVÆMA ANNAÐ

AÐ SEGJA EITT EN FRAMKVÆMA ANNAÐ

Hvað vill ríkisstjórnin í vaxtamálum? Sem kunnugt er kvaðst Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra vera að senda bönkunum alvarleg skilaboð með ákvörðun sinni nú nýlega um að þrengja að lántakendum hjá Íbúðalánasjóði.

MOGGINN BRÁÐUM BÚINN MEÐ KRATARÚNTINN

Stundum er Mogginn skemmtilega líkur gömlu Prövdu í Sovét. Pravda var óþreytandi að púkka undir valdhafana, hvort sem þeir hétu Krutsjof, Bresnef eða Andropov eða eitthvað allt annað.

OKRIÐ MEIRA Á ÍBÚÐAKAUPENDUM!

Birtist í Morgunblaðinu 14.07.07.Félagsmálaráðherra kom fram í fjölmiðlum til að tilkynna þjóðinni að með ákvörðun sinni um að lækka lánshlutfall íbúðalána úr 90% í 80% væri ríkisstjórnin að senda mikilvæg skilaboð til fjármálakerfisins og þjóðfélagsins í heild sinni.

ÓTRÚLEG BRÁÐABIRGÐALÖG!

Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt á því að ríkisstjórnin skuli hafa sett bráðabirgðalög um notkun raflagna og raffanga til að þurfa ekki að breyta rafmagnskerfinu í herstöðinni fyrrverandi í Keflavík, er sú að enn blundi í brjósti ríkisstjórnarinnar sú von að Kaninn snúi aftur! Það var með ólíkindum að lesa um það í fréttum að ríkistjórnin sjái tilefni til að setja bráðabirgðalög, svo Íslendingar geti búið í óíbúðarhæfu húsnæði.

SAMFYLKINGIN OG SÝNDARMENNSKAN

Birtist í Morgunblaðinu 10.07.07.FYRIR síðustu alþingiskosningar ákvað fjármálaráðherra (Sjálfstæðisflokki) í umboði þáverandi ríkisstjórnar (Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks) að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.

SAMFYLKINGIN OG EVRÓPUVEXTIRNIR

Birtist í Fréttablaðinu 09.07.07.Sannast sagna kom mér á óvart sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka lánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%.