Fara í efni

Greinasafn

Ágúst 2008

UM HAFLIÐA OG HIMINTUNGLIN OG UM SPARISJÓÐ MÝRASÝSLU

UM HAFLIÐA OG HIMINTUNGLIN OG UM SPARISJÓÐ MÝRASÝSLU

Afleiðingar einkavinavæðingarinnar í fjármálageiranum eru enn óljósar. Brask hinna nýju fjármálamanna, sem högnuðust gríðarlega eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gaf þeim bankana, hefur verið tröllaukið.
FB logo

GOTT HJÁ ÞÓRUNNI, EN...

Birtist í Fréttablaðinu 05.08.08.. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra,  hefur fengið lof fyrir þá  ákvörðun sína  að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík.

FORSETINN OG VALDÞÆTTIRNIR

Mér er slétt sama þótt forsetinn noti sér embættistökuna til að velta fyrir sér hvernig hann hefur staðið sig.

ENN UM SKATTSKRÁR

Sæll aftur.. Takk fyrir birtinguna og svarið. Eftir því sem ég best veit er eina fjölmiðlaumfjöllunin um afstöðu SUS tengd því að þú hafir fengið þessa spurningu.

ÞAÐ Á EKKI AÐ ÞEGJA ÓÞÆGILEGAR STAÐREYNDIR Í HEL

Sæll Ögmundur .... Ég verð að fá að leggja orð í belg vegna ámátlegs væls í  SUS börnunum.  Ég hefði haldið að okkar unga glæsilega fólk hefði betri skilning á hvað réttlæti, sanngirni og heiðarleiki er, ekki síst þar sem margir Sjálfstæðismenn með sómatilfinningu, mæla með sem opnustu, sanngjörnu og réttlátu þjóðfélagi,,, þó þeim fari ört fækkandi.. Þegar Þórlindur, formaður SUS, segir að upplýsingar um skattgreiðslu einstaklinga í sameiginlegan skattgreiðendasjóð ríkisins, sé einkamál skattgreiðendanna, ásamt að það eigi að vera innan friðhelgi einkalífsins hvað fólk greiðir í skatta, þá blöskrar mér! Síðan skil ég ekki annað en að honum finnist að fólk eigi að borga skatta eins og því sjálfu sýnist, með þeim orðum; "finnst mér þú ´Ögmundur´ ættir ekki að ætla fólki annað en að það fylgi sinni samvisku" hvað skattgreiðslur snertir og það komi engum við hver sú samviskusamlega ákvörðun er. Ef við eigum að ætla að SUS fylgi samvisku sinni, hví ekki öllum öðrum? . Ef þeir sem lesa þennan greinarstubb trúa mér ekki, sem ég myndi ekki lá þeim, þá set ég hér fang greinar Þórlinds, formanns SUS:  http://www.ogmundur.is/fra-lesendum/nr/4013/. Þórlindur segir að skattgreiðsluleynd sé vernd og hagsmunir allra, jafnt fátækra sem ríkra.
BANKAR OG SPARISJÓÐIR: ÁBENDINGAR OG VARNAÐARORÐ

BANKAR OG SPARISJÓÐIR: ÁBENDINGAR OG VARNAÐARORÐ

Miklar hræringar eru í fjármálalífi þjóðarinnar. Í mjög svo umhugsunarverðu bréfi sem Ólína birti hér á heimasíðunni fyrir skemmstu undir fyrirsögn þar sem spurt er hvort engin viðurlög séu við því að eyðileggja efnahagskerfi þjóðar, rekur hún afleiðingar þess að fjármálakerfið var einkavætt og þar komust til valda  „menn sem höfðu takmarkaða þekkingu á alþjóðlegum bankaviðskiptum" en „ áttu innhlaup hjá okurlánurum heimsins og slógu þar lán til hægri og vinstri.

FORMAÐUR SUS UM SKATTSKRÁRNAR

Þetta er nú meiri þvælan í þér Ögmundur. Það er ekki verið að vernda hagsmuni neinna umfram aðra. Það eru mörg dæmi þess að fólk hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessarar birtingar og gildir það sannarlega ekki bara um hátekjufólk.
VERNDARAR LÍTILMAGNANS

VERNDARAR LÍTILMAGNANS

Tveir hópar fólks ganga nú um þjóðfélagið með hauspoka. Annars vegar þeir sem allir vita að hafa ofurtekjur en birtast síðan á skattskránum hjá Frjálsri verslun og Mannlífi með „vinnukonuútsvar".  Síðan er það gripdeildarfólkið.

EINKA-VÆÐING, EINKAREKSTUR EÐA HVAÐ?

Í umræðum um einkarekstur og einkavæðingu að undanförnu, einkum í samhengi við heilbrigðiskerfið, hefur borið nokkuð á mismunandi skilningi stjórnmálamanna á þessum orðum.
24 stundir

ENGINN VEIT HVAÐ ÁTT HEFUR...

Birtist í 24 stundum 31.08.08.. Það var hárrétt ábending hjá bankastóra Landsbankans, Sigurjóni Árnasyni í útvarpsviðtali,  að Íslendingar hafi allar forsendur til að lifa góðu lífi haldi þeir vel á málum.