GJALDEYRIR OG INNFLUTT HORMÓNAKJÖT
06.10.2008
Sæll. Manni flaug í hug við að hlusta á fréttir um helgina að ekki væri til gjaldeyrir til að flytja inn bensín eða leysa út vörur (sem mun nú aðallega sagt til að undirbyggja verðhækkanir) að menn mæltu með því að "kaupa íslenskt." Þá vaknar sú spurning hvernig staðan yrði í framtíðinni ef Samfylkingunni og fylgismönnum hennar tekst að troða okkur inn í Evrópusambandið, sem mundi hafa í för með sér eyðileggingu á íslenskum landbúnaði, og að í einhverri framtíð yrði ekki einu sinni til gjaldeyrir til að greiða fyrir innflutt hormónakjöt.