Fara í efni

Greinasafn

2012

Fréttabladid haus

ESB, IPA, BHM OG BSRB

Birtist í Fréttablaðinu 31.01.12.. Þegar Alþingi Íslendinga samþykkti að gengið skyldi til viðræðna við Evrópusambandið um mögulega aðild Íslands að sambandinu stóðu mörg okkar í þeirri trú að það yrði tiltölulega einfalt ferli, enda Ísland þegar þátttakandi í EES-samstarfinu og þar með innri markaði ESB.

GÓÐ KVEÐJA

Ágæti Ögmundur.. Í engu hefur þú brugðist mér, allra síst í nýafstöðnu Landsdómsmáli.. Ég hef ekki gleymt því að þú gagnrýndir á sínum tíma einkavæðingu bankanna þegar vildarvinir þáverandi stjórnvalda fengu þá á silfurfati og lögðu grunninn að hruni íslensku þjóðarinnar.. Ég hef ekki gleymt að þú lagðir til fjölda aðgerða til að stemma stigu við flugi okkar fram af bjargbrúninni; skatt á fjármagnsflæði og aðskilnað fjárfestingabanka og almennrar bankastarfsemi.

NÝJA ÍSLAND?

Þótt að ég sé ekki alltaf sammála Ögmundi Jónassyni þegar kemur að málefnum þá ber ég meiri virðingu fyrir honum heldur öðrum þingmönnum vegna þeirrar staðfestu og siðferðilegu heilinda sem hann hefur alltaf sýnt.

PÓLITÍSKUR FARSI

Eina ástæða þess að hætta á við þessa sýndarmálssókn er sú að um leið og þeir aðilar sem átti að ákæra með honum fengu frípassa breyttist þetta í pólitískan farsa.

ANDA LÉTTAR

Sæll Ögmundur ... mikið er mér létt, að fyrsta frétt af hrunauppgjörsmálum á RÚV var röng; ekki í fyrsta skipti að sú stofnun bregst.

FLEIRI SEKIR

Já, Geir er ekki einn sekur um stórkostlega vanrækslu en enginn hafði skýrari ábyrgð og ríkari ástæðu gagnvart þjóðinni um að bregðast við í aðdraganda hrunsins en enmitt hann.

STUÐNINGUR

Sæll Ögmundur Þú átt stuðning minn allan í afstöðu þinni og málflutning um landsdómsmálið. kv. Magnús.

RÖNG FRÉTT LEIÐRÉTT!

Sæll Ögmundur. Beint af fréttavef RÚV ohf, þann 24.01.2012: "Uppgjörið við hrunið væri að vinstri flokkarnir hefðu komist til valda, sagði Ögmundur." Í stað þess að fullyrða að hér hafi ekkert uppgjör átt sér stað í stíl þess sem allur óbreyttur og venjulegur almenningur hafði vænst, þá spyr ég bara .

MEST ÚR EIGIN LIÐI?

Nú er mikið gert með að uppgjör við hrunið muni ekki eiga sér stað nema réttað verði yfir Geir á grunni ráðherraábyrgðar.Getur verið að uppgjörið við hrunið eigi allt undir þessari ákæru? Segjum svo að þetta kærumál myndi klikka af einhverjum sökum öðrum en frávísun þingsins.

SKYNSEMINA AÐ LEIÐARLJÓSI

Ómaklegt er að kalla Ögmund Jónasson handbendi íhaldsins og hrunverja. Hann er að mínu mati að gera okkur sem viljum veg vinstristefnu sem mesta stórgreiða, sérstaklega ef athafnir hans koma í veg fyrir að Geir verði einn ákjærður.