Þann 28.júní 2010 var á Alþingi án þjóðartathygli laumað til samþykktar lögum, númeruð 97. Í þeim fólst heimild þingsins til ,, ráðherra" að koma þremur veigamestu þjóðbrautum á S-V horni landsins, því fjölmennsta, undir yfirráð peningaklúbba.
Alveg hef ég misst allt álit á þér, Guðfríði Lilju og Jóni Bjarnasyni. Þið eruð öflugustu bandamenn stjórnarandstöðunnar og sannið enn og aftur að vinstri menn sjá sjálfir um að klúðra stjórnarsamstarfi áður en kjörtímabilin enda.
Kæri Ögmundur. Eftir að hafa borið óskoraða virðingu fyrir þér í mörg ár (þú varst flokksstjórinn minn í unglingavinnunni forðum) og fundist sjónarmið okkar fara saman lengi, þá er það því miður ekki þannig lengur.
Ögmundur. Nú er ég þér bálreiður. Já, ég er reiður þér fyrir mína hönd og þeirra kjósenda sem á sínum tíma kusu þig á þing til að berjast gegn þeim öflum sem þú nú virðist hafa gengið í lið með.
Sæll Ögmundur. Þú mátt eiga það að þú kannt að hleypa upp fólki. Og er nýjasta ákvörðunin ekki sú fyrsta og væntanlega ekki sú seinasta til að valda fjaðrafoki.