Fara í efni

Greinasafn

2014

Hensel matvælaöryggi

SÉRKENNILEGT SJÓNVARPSVIÐTAL

Síðastliðinn föstudag birtist sérkennilegt viðtal við mann sem kynntur var okkur sem „sérfræðingur þýsku áhættumatsstofnunarinnar" sem ætti í samstarfi við íslenska eftirlitsaðila í matvælaiðnaði.
Mandela og Gandhi

ORÐ OG BREYTNI Í BARÁTTU FYRIR MANNRÉTTINDUM

Í dag flutti ég erindi hjá Institute of Cultural Diplomacy í Berlín um alþjóðalög og mannréttindi. Ég á sæti í svokallaðri Ráðgjafanefnd þessarar stofnunar, sem ég nokkrum sinnum hef greint frá hér á síðunni og þá jafnframt birt erindi sem ég hef flutt á hennar vegum.. sjá: http://ogmundur.is/allar-greinar/nr/6636/. http://ogmundur.is/annad/nr/6516/. http://ogmundur.is/umheimur/nr/6730/. http://ogmundur.is/annad/nr/6638/. http://ogmundur.is/annad/nr/6637/ . . Venju samkvæmt birti ég nú erindi mitt, aðeins á ensku, því miður, en í erindinu geri ég að umræðuefni framlag tveggja manna, Mahadma Gandhi og Nelson Mandela til mannréttindabaráttu í heiminum.  . . . Erindið birtist hér: . . Human Rights-Based Approach as a Basis for Development, Justice and International Law" is the title to my talk.. . This is a fitting title.
Evrópuráð 2014

EVRÓPURÁÐIÐ MINNIR Á ÞÚSALDARMARKMIÐ SÞ

Á föstudag lauk fimm daga þinghaldi Evrópuráðsþingsins (sem er alls ekki það sama og þing Evrópusmbandsins). Áhersla þingsins var á mannréttindamál, venju samkvæmt og í samræmi við eðli Evrópuráðsins sem eru samtök 47 ríkja Evrópu (i Evrópusambandinu eru 28 ríki) með 800 milljónir íbúa, frá Íslandi í vestri og austur í Úralfjöll.
Evrópuráðsþingið

Á ÞINGI EVRÓPURÁÐSINS: BEINT LÝÐRÆÐI VERÐUR KRAFA 21. ALDARINNAR

Á þingi Evrópuráðsins var í vikunni samþykkt tillaga um að efna til víðtækrar umræðu um internetið og lýðræði.
MBL -- HAUSINN

STJÓRNSÝSLAN BÆTI SIG

Birtist í Morgunblaðinu 28.01.14.. Fyrir nokkrum dögum fór fram á Alþingi umræða um skýrslu Umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 og er vert að íhuga þær áherslur sem þar komu fram enda eiga þær erindi til almennings og þá ekki síður til opinberrar stjórnsýslu.. Í skýrslunni sem var til umræðu kemur fram að málafjöldi hjá embættinu tók stórt stökk upp á við í kjölfar efnahagshrunsins og hefur fjöldi umkvörtunarefna sem embættinu hafa borist ekki hrokkið til baka í fyrra horf.
Palestínu - fáninn

PALESTÍNA Á ÞINGI EVRÓPURÁÐSINS

Á þingi Evrópuráðsins, sem nú stendur yfir í Strasbourg, fór fram lífleg umræða um Palestínu í gær. Umræðan var í tilefni þess að Evrópuráðið hefur tekið upp samstarf við palestínsk stjórnvöld um eflingu lýðræðis og réttarríkis í Palestínu.
MBL -- HAUSINN

Í KVIKU TILFINNINGANNA

Biritist í helgarblaði Morgunblaðsins 26.01.14.. Öll gerum við einhvern tímann mistök í starfi.  Enginn er þar undanskilinn.
Guðni Guðnason

HANN FJÁRFESTI Í BÆTTUM HAG ANNARRA

Í gær var borinn til grafar merkur maður, Guðni Guðnason frá Eyjum í Kjós..  Um Guðna voru skrifaðar minningargreinar sem lýsa hlýjum og gáfuðum manni, síðasta „alvörukommúnistanum" á Íslandi; manni „sem lifði í góðu samræmi við lífsskoðun sína, gerði litlar kröfur til lífsgæða, þurfti lítið, gaf ríkulega, eignaðist ekkert." Í einni greininni segir: „Ef lýsa ætti Guðna með hliðsjón af almennri viðmiðun væri sannarlega rétt að segja að hann hafi verið félagshyggjumaður sem lifði alla tíð samkvæmt þeirri sannfæringu sinni að jöfnuður ætti að ríkja milli manna.
Hörður Arnarson - Landsvirkjun

SÆSTRENG TIL AÐ FLYTJA INN RAFMAGN?!

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að enn þurfi að rannsaka fýsileika þess að leggja sæstreng. Þó sé þegar augljóst að hann geti gagnast okkur sem öryggistæki.
Bylgjan - í bítið 989

Á AÐ ÞJÓÐNÝTA NÁTTÚRUPERLUR ÍSLANDS?

Í Bítinu á Bylgjunni  í morgun ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um yfirlýsingar landeigenda á Geysissvæðinu um að engum komi það við öðrum en landeigendum hvort þeir innheimti gjöld við náttúruperlur Íslands.