Í framhaldi af umræðu í samfélaginu, undanfarnar vikur og mánuði, um náttúrupassa og gjaldtöku við ferðamannastaði, er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig þessi mál kunna að þróast í náinni framtíð.
Þegar ég sat þing Evrópuráðsins í Strasbourg um mánaðamótin janúar/febrúar sl., kom að máli við mig Kúrdi frá Diyarbakir í Tyrklandi, og spurði hvort ég hefði komið til Kúrdistan.
Lofa þingmenn ekki að fylgja sannfæringu sinni? Ef þú styður Þorleif og Dögun í sveitarstjórnarkosningunum, er þá ekki heiðarlegt að ganga úr VG? Þú hefur aðeins eitt atkvæði eins og allir aðrir.
Í samræðu okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í morgunþætti Bylgjunnar í morgun, var meðal annars rætt um sjálfstæðisbaráttu Kúrda en ég er nýkominn af eins konar þjóðhátíð þeirra í Diyarbakir í suð-austur Tyrklandi en einnig um önnur mál svo sem gjaldtöku við Geysi.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23.03.14.. Þegar Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, fyrst orðaði að efnt skyldi til atkvæðagreiðslu meðal íbúa Krímskaga um það hvaða ríki þeir vildu tilheyra, stóð ekki á á viðbrögðum í Brussel og Washington.
Birtist í DV 18.03.14.. Í vikunni sem leið tók ég málefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins upp á Alþingi til þess að vekja athygli á neyðarkalli sem borist hefur frá þeim sem gerst þekkja til á þessu grunnsviði heilbrigðiskerfisins.
Birtist í Fréttablaðinu 18.03.14.. Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðarráðherra, þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum.
Í dag beindi ég fyrirspurn til innanríkisráðherra um framvindu í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum en sem kunnugt er var á vegum innanríkisráðuneytisins gerð ítarleg rannsókn á rannsóknaraðferðum lögreglu í þessum frægustu málaferlum Íslandssögunnar.