Sjónvarpið á lof skilið fyrir frábæran viðtalsþátt Boga Ágústssonar við breska stjórnmálamanninn Austin Mitchell en hann var þingmaður Verkamannaflokksins 1977 til 2015.
Þakka þér fyrir að gefast ekki upp í baráttunni gegn spilakössum þótt á brattann sé að sækja. Ég veit að miklir peningahagsmunir eru í húfi hjá félagslega sterkum aðilum í þjóðfélaginu, Háskóla íslands, Rauða Krossinum og fleirum.