Á Íslandi er flest annað hvort í ökkla eða eyra. Sú var tíðin, og ekki fyrir ýkja löngu, að nánast var bannað, samkvæmt ófáum sjálfskipuðum siðameisturum, að segjast þykja vænt um landið sitt og finnast það fallegt.
Í vikunni var hefðbundið ársfjórðungsþing Evrópuráðsins í Strasbourg og sóitti ég það ásamt tveimur öðrum þingmönnum íslenskum, þeim Valgerði Gunnarsdóttur og Karli Garðarssyni.
Margir leitast nú við að skýra niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. Sigur þjóðrembu, segja einhverjir, andstaða við flóttamenn segja aðrir, andstaða hægri manna við margvíslega félagsmálalöggjöf sem runnin er undan rifjum Evrópusambandsins, segja enn aðrir.