FRÁBÆR FUNDUR!
03.06.2017
Ögmundur Jónasson á miklar þakkir skildar fyrir frábæran fund í dag um framtíð Kúrda. Framsögukonurnar tvær, Ebru Günay og Havin Guneser, töluðu mjög skilmerkilega fyrir sósíalisma, lýðræði og kvenréttindum auk þess sem þær sögðu frá blóðugum ofsóknum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum og leiðtoga PKK, Abdullah Öcalan, sem hefur verið fangelsaður í einangrun síðan árið 1999.. Eitt af því áhugaverðasta við frelsishreyfingu Kúrda, eins og Havin Guneser lýsti henni, er hvernig hún hefur sagt skilið við baráttuna fyrir hefðbundnu þjóðríki og tekið upp nýja áherslu á beint lýðræði, confederalisma og fjölmenningu.