Ég er fylgjandi löngum rökræðum en stuttum fundum. Ég hef á tilfinningunni að margir veigri sér við að fara á fundi af ótta við að vera haldið í eins konar gíslingu í óratíma.
Eitt verður að segjast kerfinu til málsbóta. Þegar einstaklingur í heimahúsi er orðinn verulega veikur fær hann alla þá bestu þjónustu sem hugsast getur.
Loksins er farið að afhjúpa eina mestu blekkingu síðari tíma. Okkur hefur verið talin trú um að verið sé að stíga risastór framfaraspor í þágu aldraðra með kerfisbreytingunni, allir heima.
Birtist í DV 12.05.17.. Um aldamótin var fyrir alvöru farið að tala fyrir því að í stað þess að aldraðir flyttust á stofnanir þegar heilsan gæfi sig, skyldi róið að því öllum árum að þeir yrðu sem lengst heima.
Af tilefni þeirrar umræðu sem nú fer fram í þjóðfélaginu um heimaaðstoð við aldraða birti ég hér að neðan samantekt Sjúkraliðans, blaðs Sjúkraliðafélags Íslands, frá því í júní í fyrra, um umræðu sem fram fór á málþingi sem Evrópusamband sjúkraliða hafði þá nýlega staðið fyrir.
Birtist í Morgunblaðinu 11.05.17.. Fyrir fáeinum árum breyttust áherslur stjórnvalda í úrræðum fyrir aldrað fólk sem þarf á stuðningi og umönnun að halda.
Ég er búin að bíða lengi eftir þessum fundi um heima-aðhlynningu aldraðra, uppáhaldsumræðuefni stórnmálamanna fyrir kosningar en gleymdasta málefninu eftir kosningar.
Það er virkilega verðugt umræðuefni á Iðnófundinum á laugardag, nefnilega umönnun aldraðra í heimahúsum. Fólkið sem sinnir þessu starfi er afburðagott en álagið á því er alltof mikið.
Næstkomandi laugardag klukkan 12 verður efnt til fundar í Iðnó og er viðfangsefnið að þessu sinni staða aldraðra sem búa heima en þurfa engu að síður á aðstoð að halda.