Fara í efni

Greinasafn

2019

ANGÚSTÚRA: EINS OG AÐ BÍÐA EFTIR BÍTLAPLÖTUNUM

ANGÚSTÚRA: EINS OG AÐ BÍÐA EFTIR BÍTLAPLÖTUNUM

... Og rétt í þessu kom inn um póstlúguna nýjasta afurðin,   Glæpur við fæðingu,   eftir ungan suður-afrískan rithöfund   Trevor Noah   í þýðingu   Helgu Soffíu Einarsdóttur . “Glæpurinn” var að eiga móður og föður af ólíkum hörundslit en á tímum aðskilnaðarstefnunnar var það refsivert í Suður- Afríku.   “Ef móðir mín hafði eitt markmið í lífinu, þá var það að fresla huga minn”,  er haft eftir Trevor Noah. Viðbrögð við þessari bók benda til þess að fleiri hafi frelsast ...
GUÐLAUGUR ÞÓR OG ARI TRAUSTI VÍSI EKKI VEGINN

GUÐLAUGUR ÞÓR OG ARI TRAUSTI VÍSI EKKI VEGINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.04.19. Allar götur frá því um aldamót hefur Evrópusambandið verið að varða leiðina inn á markaðinn með rafmagn sem vöru. Samkvæmt fyrstu vörðunum var raforkuiðnaðurinn bútaður niður í einingar, meðal annars með því að aðskilja framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu. Síðan voru stigin skref til að láta þessar einingar haga sér á markaðsvísu og með síðustu vörðunni, 3. orkupakkanum, er stefnt að því að láta hinn nýja markað starfa á samræmdan hátt við innri markað Evrópusambandsins (ESB) fyrir raforku. Á þessari þróun verður enn hert með 4. orkupakkanum ...

ÖLL VEGFERÐIN UNDIR

Sammála Jóhannesi Gr. hér á síðunni. Það þarf að skoða alla pakkana heildstætt, líka þá sem ókomnir eru, þ.e. fjórða og fimmta pakkann. Sá fjórði er tilbúinn, þar er hert á markaðsvæðingunni og miðstýrðu eftirliti. Með öðrum orðum það þarf að taka afstöðu til allrar vegferðarinnar. Friðjón

HVERT ER FERÐINNI HEITIÐ?

Hve margir þingmenn skyldu lesa tilskipanirnar frá Brussel sem þeim er ætlað að samþykkja? Mér sýnast einu “rökin” af hálfu þeirra sem vilja samþykkja vera þau að þingmenn vilji ekki vera “einangrunarsinnar”, eða “popúlistar”. Ég er sammála þinni nálgun Ögmundur, að spyrja hvert ferðinni sé heitið, hver séu ferðalokin? Og þá hvort við erum sátt við þau?  Jóhannes Gr. Jónsson

UPPRIFJUN

Sæll Ögmundur; ég minnist magnaða pistils þíns um eldvatn og glerperlur fyrir örfoka virkisturn ESB æðstu ríkja í norðri. Er ekki tímabært að birta hann aftur? ...  Mbkv. Jón jón jónsson

HVER ER MILLILIÐURINN?

Sæll Ögmundur. Af hverju ekki að nálgast þetta frá rótum. Af hverju 3. orkupakkinn? Var það til þess að Evrópa, sem er með frjálsan orkumarkað lendi ekki öll undir orku Pútíns? Er þetta fyrir neytendur þar? Guðlaugur Þór lofar að þetta breyti engu fyrir Ísland og enginn sæstrengur verði lagður. Ok segjumst vera ... Þórður
RAFORKU-FUNDURINN Á MYNDBÖNDUM/YOUTUBE

RAFORKU-FUNDURINN Á MYNDBÖNDUM/YOUTUBE

...  Raforkufundinum sem haldinn var síðastliðinn laugardag í Þjóðmenningarhúsinu (Safnahúsinu) var streymt beint en hljóðgæði ekki sem skyldi. Nú hefur verið úr þessu bætt og myndskreyting að sama skapi. Ég þakka þeim sem unnu að þessu kærlega fyrir þeirra framlag ...

ÞÁ MUN ORKUVERÐ Á íSLANDI HÆKKA

Þakka þér fyrir Ögmundur að taka þátt í umræðum um Orkupakkan. Ég bjó í Danmörku frá 2002-2015 og varð ískyggilega vör við að á EU svæðinu yrði að vera sambærilegt verð. Upp úr 2007 fór  raforkuverð að hækka ískyggilega og rétt áður en ég kom heim aftur var komin 73% skattur ofan á orkunotkun. Mér persónulega finnst ekki koma nógu skýrt fram, hvað skeður ef sæstrengur er samþykktur ... Sigríður Ragnarsdóttir
HÉR ER HÆGT AÐ SKRIFA UNDIR ÁSKORUN UM AÐ HAFNA ORKUPAKKANUM!

HÉR ER HÆGT AÐ SKRIFA UNDIR ÁSKORUN UM AÐ HAFNA ORKUPAKKANUM!

Í skrifum, m.a. hér á síðunni, hefur ítrekað verið gerð grein fyrir fyrir ástæðum þess að rétt sé hafna 3. Orkupakkanum þó ekki væri vegna annars en að þeir fyrirvarar sem okkur er sagt að eigi að tryggja hagsmuni Íslands halda ekki.  Fyrri umræða um þingsályktunina, sem ætlað er að festa þennan þriðja áfanga á markaðsvæðingu raforkukerfisns inn í EES skuldbindingar Íslands, stendur nú yfir og er mikilvægt að þingmenn þekki hug almennings.  Ég hvet alla til að fara inn á ...
ORKUPAKKI 3: ÞÖRF Á MÁLEFNALEGRI UMRÆÐU OG ÞAR LÍTI ALLIR Í EIGIN BARM!

ORKUPAKKI 3: ÞÖRF Á MÁLEFNALEGRI UMRÆÐU OG ÞAR LÍTI ALLIR Í EIGIN BARM!

Í morgun var ég gestur þeirra Heimis og Gulla í Bítinu á Bylgjunni að ræða orkupakkann. Þar hvatti ég til þess að forðast ómálefnlegt tal og var ég þá að svara dylgjum Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, sem farið hefur illum orðum um þá sem leyfa sér að gagnrýna orkupakkann sem fyrir dyrum stendur að samþykkja á Alþingi.  En þá þurfum við líka öll að horfa í eigin barm. Til sanns vegar má færa að ég hafi sjálfur farið inn á braut dylgju-umræðu þegar ég í morgun talaði um tengsl af fjölskyldu- og hagsmunatoga. Þetta á ekki að gera nema ...