Fara í efni

NÝTT FLUGFÉLAG ER EINA VITIÐ

...  Því liggur beinast við að nú þegar verði sá kostur skoðaður, til að tryggja öruggt flugsamband við umheiminn, að stofna til nýs flugfélags, t.d. undir nafninu Flugfélag Íslands, með þátttöku ríkisins auk annarra fjárfesta ...
KVÓTANN HEIM KL. 12 Á SUNNUDAG

KVÓTANN HEIM KL. 12 Á SUNNUDAG

Minni á  Kvótann heim   á sunnudögum klukkan 12 og eftir það aðgengilegt á youtube. https://kvotannheim.is/    
HLÝTUR ÞETTA ÞÁ EKKI AÐ VERA GAGNKVÆMT BOGI NILS OG FÉLAGAR?

HLÝTUR ÞETTA ÞÁ EKKI AÐ VERA GAGNKVÆMT BOGI NILS OG FÉLAGAR?

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagðist í sjónvarpsviðtali á miðvikudag   “aldrei sjálfur”   hafa verið   “hrifinn af miklum ríkisafskiptum.” Þessi orð lét hann falla á sama tíma og hann leitar aðstoðar ríkisins til að tryggja félaginu framhaldslíf. Daginn eftir mætti svo samgönguráðherrann í sama sjónvarpssett og sagði þennan forstjóra hafa viðskiptaáætlun sem væri mjög sannfærandi. Að flugfélag skuli við núverandi aðstæður vera talið búa yfir viðskiptaáætlun sem sé mjög sannfærandi er út af fyrir sig ekki mjög traustvekjandi, hvorki af hálfu   ...

FAGUR FUGLASÖNGUR

Veraldar horfi á vorboða káta, vilja þeir sækja í föngin. Heilandi er það í hæsta máta, að heyra fuglasönginn. Kári

EKKI NAFN OG KENNITALA HELDUR KJARATALA

Sammála því sem fram kemur í stuttu en skýru 1. maí ávarpi þínu hér á síðunni um hvað þurfi að ræða svo við verðum viðbúin því að endurreisa Ísland á nýjum forsendum. Það er rétt sem þú segir að í þeirri umræðu þurfi menn að segja til nafns og hver kjör þeir búa við sjálf(ir). Guðf. Sig.
Á BARÁTTUDEGI VERKALÝÐSINS 1. MAÍ: ENDURREISUM ÍSLAND Í ANDA JAFNAÐAR!

Á BARÁTTUDEGI VERKALÝÐSINS 1. MAÍ: ENDURREISUM ÍSLAND Í ANDA JAFNAÐAR!

Ísland og heimurinn allur er að ganga í gegnum kreppu. Út úr henni þurfum við að koma með gerbreyttar áherslur í efnhags- og samfélagsmálum. Upp úr stendur hve óviðbúin heimurinn var kreppunni og viðbrögðin eftir því, ekki aðeins hér á landi heldur alls staðar, fálmkennd og leitandi. Spurt er hvort við séum tilbúin að kosta öllu til við að endurræsa kapítalismann? Viljum við það?   Þessu þarf að svara. Og í dag kom í ljós að verkalýðshreyfingin er að byrja að svara ...

1. MAÍ BARÁTTUDAGAGUR VERKALÝÐSINS

Á verkalýðsdaginn við erum í sjokki vinnan öll farinn á braut Heima er hangið  í leikfimi og skokki og hamingja í djúpri laut. Forstjórar hérna röfla og rausa reyndar hafa þeir skrúfu lausa nú syngur kórinn moka skal flórinn og peningum í taprekstur ausa. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
“SAMVINNUFRUMVARPIД Í KASTJÓSI

“SAMVINNUFRUMVARPIД Í KASTJÓSI

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um einkavæðingu og gjaldtöku í vasa fjárfesta í samgöngukerfinu. Frumvarpið er borið fram af samgönguráðherra, formanni Framsóknarflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, sem fyrir kosningar lofaði því að hverfa frá áætlunum fyrirrennara sins í embætti sem vildi innleiða tolla og gjöld í samgöngukerfinu. Frumvarp ráðherrans er hins vegar sett fram til að ...

KIM JONG UN

Mega nú spara göfugan grátinn, geta fagnað senn. Ráðamaður var ranglega látinn og ríkinu stjórnar enn. Kári
ENN UM KLA.TV

ENN UM KLA.TV

Fyrir nokkrum dögum vakti ég athygli á Kla Tv, merkilegu framtaki í upplýsingamiðlun. Þá sagði ég m.a. eftirfarandi  ...  Nú er komið nýtt fréttabréf frá Kla TV og birti ég hér slóðina á það og geri ég það af tveimur ástæðun, annars vegar vegna þess að ég vil vekja athygli á hinu lofsverða framtaki og hins vegar vegna þess að slóðin sem ég gaf við fyrri birtingu (varðandi að hafa samband) var röng. Hún   ...