Fara í efni

TIL ÞORLÁKSHAFNAR HÖLDUM NÚ

Þreyttur er og þungt skapið að þurfa horfa á leiki ljóta þeir sífellt vilja telja upp tapið og tala um sinn eignakvóta í Þorlákshöfn því mætum nú þar rætt verður um kvóta auðlindina við eigum ég og þú en auðmenn aðeins njóta. Höf. Pétur Hraunfjörð.  
NÆSTI ÁFANGASTAÐUR HEITIR HENDUR Í HÖFN!

NÆSTI ÁFANGASTAÐUR HEITIR HENDUR Í HÖFN!

Á   sunnudag klukkan 12 á hádegi og til klukkan 14 (að hámarki) fer fram fundur á þessum veitingastað í Þorlákshöfn.  Fundurinn er öllum opinn og allir velkomnir. Yfirskriftin er eins og fyrri daginn:   Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim.  Nánari upplýsingar um fundinn og staðsetningu má nálgast hér ...

NÚ ER ÞAÐ OSCE, ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR TVÍSKINNUNGI?

Mér sýnist fjölmiðlar, sumir hverjir alla vega, ætlist til að við gleðjumst yfir að alþjóðastofnunin hennar Ingibjargar Sólrúnar, OSCE, ætli “að aðstoða” í Klaustursmálinu; engu skuli til sparað svo við fáum endurheimt sjáfsvirðingu okkar. Að vísu svolítið skrítið að fá þessa “sérfræðinga” núna til að rífa ofan af sári sem kannski var að gróa. Steingrímur forseti þingsins mætti - ekkert mjög óhamingjusamur - í fréttir Sjónvarps til að andvarpa yfir syndugum mönnum. En fyrirgefið, sá yðar sem syndlaus er … og var fjármálaráðherrann, yfirmaður skattamála í landinu, ekki í Panamaskjölunum; er sjávarútvegsráðherrann ekki “okkar maður” Samherja … og er VG ekki að ... Ársæll
DAGUR TVÖ Á KÚRDAFUNDI Í BRUSSEL

DAGUR TVÖ Á KÚRDAFUNDI Í BRUSSEL

Myndin að ofan sýnir Simon Dubbins frá bresku verkalýðshreyfingunni sýna forystumenn hreyfingarinnar hefja plaköt á loft með kröfum um að rjúfa einangrun Öcalans.  Í dag var síðari dagurinn á ráðstefnu sem ég sæki í Brussel um málefni sem tengjast Kúrdum, Tyrklandi og Mið-Austurlöndum almennt. Hann hófst á umræðu um áhrif og afleiðingar innrásar Tyrkja í norðurhluta Sýrlands ...

UM VEXTI OG VERKALÝÐSFLOKK

Stýrivextir nú stöðugt lækka styrkir og bætir okkar hag Verðbætur þá hætta að hækka og hamingjan kemst í lag. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
MÁLEFNI KÚRDA TIL UMRÆÐU Í BRUSSEL

MÁLEFNI KÚRDA TIL UMRÆÐU Í BRUSSEL

Í dag og á morgun sæki ég fund í þingi Evrópusambandsins, sem vinstri flokkarnir, sósíalistar, kratar og græningjar standa að um málefni Kúrda undir fyrirsögninni: Evrópusambandið, Tyrkland, Mið-Austurlönd og Kúrdar. Fundurinn er formlega á vegum European Union Turkey Civic Commission, EUTCC. Þetta er nefnd sem sett var á laggirnar upp úr aldamótum til að fjalla um aðildarumsókn Tyrkja að Evrópusambandinu... Þetta er sextánda ráðstefnan á vegum nefndarinnar og er að jafnaði ein ráðstefna á ári. Þetta er þriðja ráðstefnan af þessu tagi sem ég sæki og þótt ég hafi verið hvattur til að koma er ég hér algerlega á eigin vegum í leit að fróðleik ...

TIL SKÁLDSINS Í BORGINNI

Við að yrkja yndisljóð ýmsir frægir reyna. Vísa Eldjárns virðist góð vil því ekki leyna.  Höf. Pétur Hraunfjörð.
NÆST ER ÞAÐ ÞORLÁKSHÖFN!

NÆST ER ÞAÐ ÞORLÁKSHÖFN!

Sunnudaginn 9. febrúar verður efnt til fundar í Þorlákshöfn undir yfirskriftinni  Gerum Ísland heilt á ný – Kvótann heim . Fundarstaður verður á veitingastaðnum   Hendur í höfn   – Selvogsbraut 4.  Fundurinn verður að þessu sinni á   sunnudegi og hefst hann klukkan 12 en lýkur eigi síðar en kl. 14. ...  Fundurinn í Þorlákshöfn er opinn eins og fyrri fundir og eru allir velkomnir! ...  Sjá nánar um viðburð.
EVRÓPURÁÐIÐ TEKUR UNDIR KRÖFU UM AÐ JULIAN ASSANGE VERÐI LÁTINN LAUS

EVRÓPURÁÐIÐ TEKUR UNDIR KRÖFU UM AÐ JULIAN ASSANGE VERÐI LÁTINN LAUS

Í ályktun þings Evrópuráðsins sem kom saman í Strassborg í síðustu viku er tekið undir staðhæfingar og kröfur í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna varðandi Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann á yfir höfði sér framsal frá Bretlandi til Bandaríkjanna þar sem hans bíða ákærur sem auglóst er að myndu leiða til áratuga fangavistar ef bandarísk yfirvöld fá sínu framgengt.  Þing Evrópuráðsins krefst þess að komið verið í veg fyrir framsal ...

AFTURGENGINN

Gott er að vita dáðadrenginn dyggðaveginn bruna: Ögmundur er aftur genginn  inn í þjóðkirkjuna. Þórarinn Eldjárn