Fara í efni
HVAR VERÐUR NÆSTI KVÓTAFUNDUR?

HVAR VERÐUR NÆSTI KVÓTAFUNDUR?

Þótt ekkert sé endanlega ákveðið finnst mér líklegast að næsti kvótafundur í fundaröðinni  Gerum Ísland heilt - kvótann heim,   verði á   Akranesi . Og illa svikinn væri ég ef svo kæmi ekki   Þorlákshöfn .   Það get ég þó upplýst að í öllum hlutum landsins hefur verið óskað eftir því að fá þessa fundi til sín. Við þeim óskum verður orðið. En ekki liggur lífið við – aldan þarf sinn tíma til að rísa og það er að gerast. Þar hefur   Styrmir Gunnarsson ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“.  Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

ALÞINGI SPURÐI EIGANDANN EKKI LEYFIS

Ætti að kalla inn með hraði, allan kvóta strax. Alþingi ranglega úthlutaði, eigum þjóðfélags. Kári
ALLT ILLT SEM HENDIR MIG ER ÖÐRUM AÐ KENNA

ALLT ILLT SEM HENDIR MIG ER ÖÐRUM AÐ KENNA

Birtist i helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.01.20. Eða hvað? Lögfræðingum er tamt að segja okkur að ef eitthvað bjátar á í lífinu eða ef eitthvað illt hendir, þá séu meiri líkur en minni á að finna megi sök hjá einhverjum öðrum en okkur sjálfum á því hve illa fór. Þeir skuli aðstoða við að finna sökudólginn og krefja hann um skaðabætur – að sjálfsögðu gegn vægri þóknun eða ekki mjög vægri þóknun ef “hinn seki” er sæmilega loðinn um lófana. Svona er þetta nánast eðli máls samkvæmt ef  ...

SKULDIN VISTUÐ HEIMA

Gjafakvóti auðinn ól sem aflandssjóðir geyma hagnaðinn í skattaskjól en skuldin vistuð heima Með kveðju, Gunnar Hólm Hjálmarsson
KVÓTANN HEIM Á MYNDBANDI

KVÓTANN HEIM Á MYNDBANDI

Nú er kvótafundurinn sem haldinn var í Þjóðmennigarhúsinu síðastliðinn laugardag, undir yfirskriftinni  Kvótann heim,   kominn á myndband. Það eigum við kvikmyndateyminu þeim Ragnari, Hildi, Gídeon og Agnesi að þakka! Áður hafa þau komið við sögu funda sem taka á brennandi málum samtímans og þá stundum verið fleiri úr þessari frábæru fjölskyldu ...
SKILABOÐ SEM NATÓ HLÝTUR AÐ TAKA TIL SÍN

SKILABOÐ SEM NATÓ HLÝTUR AÐ TAKA TIL SÍN

...  Þess vegna er orðum kvennanna tveggja á myndinni ekkert síður beint til íslenskra stjórnvalda en stjórnvalda annarra ríkja sem bera ábyrgð á hernaðarofbeldi og yfirgangi í Mið-Austurlöndum:  Ef þið viljið ekki taka á móti flóttamönnum, hættið þá að reka fólk á flótta.  ...
KVÓTINN VAR TIL UMRÆÐU – OG VERÐUR TI UMRÆÐU

KVÓTINN VAR TIL UMRÆÐU – OG VERÐUR TI UMRÆÐU

Fundurinn um kvótakerfið í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag hefur fengið mikinn hljómgrunn. Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, flutti þrumugott erindi um kerfið í framkvæmd, hvernig það hefur brotið samfélagið og um naðusyn þess að fá kvótann aftur heim til samfélagsins svo það megi verða heilt á ný. Umræðan á fundinum og í kjölfar hans ómar víða og hafa borist óskir um að fá hann út á land. Við höfum tekið vel í það. Þá er þess að geta að þess er skammt að bíða að fundurinn verði aðgengilegur á youtube. Við vorum svo ólánsöm að   ...
JÓNAS MAGNÚSSON LÁTINN

JÓNAS MAGNÚSSON LÁTINN

Í byrjun liðinnar viku hinn 6. janúar, var borinn til grafar náinn samstarfsmaður minn og vinur, Jónas Sigurður Magnússon. Hann var fæddur 3. ágúst 1955 og lést 20. desember 2019. Hann var því aðeins 64 ára þegar hann lést. Eftirfarandi minningargrein mín um Jónas birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 11. janúar ...

KVÓTI, HRÆSNI OG ATHYGLISVERÐ SLÓÐ

Sæll Ögmundur. Langar að senda þér þennan link en þar kemur ýmislegt fram um kvótakerfið til upplýsingar fyrir þig eða til þeirra sem ætla sér að taka við keflinu til að búa til nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu kosningar til alþingis kannski í vor ... Baldvin Nielsen