Fara í efni

GEFUM BÖRNUM HLÝLEG JÓL

Fátæktin illa fer með börn/er fjölgar víða um bólin/Æ veitum hlýju ást og vörn/öllum þeim um Jólin./ (sjá meira...)
RÆTT UM GAZA Í ÚTVARPI SÖGU

RÆTT UM GAZA Í ÚTVARPI SÖGU

Í byrjun vikunnar bauð Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi sögu mér að setjast með sér við hljóðnema og ræða um hryllinginn á Gaza. Þátturinn er hér ásamt frásögn í rituðu máli af samtali okkar ...

Um það sem ekki stendur skrifað: Orkumálin í brennidepli (grein 2)

"Hér verður haldið áfram þar sem frá var horfið að rekja dóm Hæstaréttar Noregs frá 31. október síðastliðnum ... Vonandi fer þeim fjölgandi á Íslandi sem átta sig á þýðingu yfirþjóðlegs réttar …"
JÓN TORFI: HORFUM EKKI FRAMHJÁ ÞVÍ SEM VEL ER GERT

JÓN TORFI: HORFUM EKKI FRAMHJÁ ÞVÍ SEM VEL ER GERT

Í umræðu um skólamál í kjölfar niðurstaðna í svokölluðum Pisa mælingum hefur bólmóður verið nokkuð ráðandi. Í fróðlegu og vekjandi viðtali Gunnars Smára á Samstöðinni við Jón Torfa Jónasson, fyrrum forseta Menntasviðs Háskóla Íslands, kveður við bjartari tón sem mér finnst vert að leggja eyrun við ...
MAMMA ER BEST, SNJÓR OG SÓL

MAMMA ER BEST, SNJÓR OG SÓL

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09/10.12.23. Grein ásamt tilnefningu ... En sú aðferð sem án efa skilar mestum árangri er leikurinn að orðum að hætti Hagaborgar, að finna orð og hugtök sem eru rökrétt og gagnsæ og skila hugsun okkar best. ...
Ólafur Þ. Jónsson: Minning

Ólafur Þ. Jónsson: Minning

Í dag fór fram útför Ólafs Þ. Jónssonar, Óla Komma. Svo samofið var kommanafngiftin Ólafi að ég skrifa kommi með stórum staf þegar það fylgir hans nafni þótt prófarkalesarar Morgunblaðsins vilji skiljanlega hafa lítinn staf  í minningargreinum því varla heiti menn því nafni. Þó var það nú svo að ...
GAZA TIL UMRÆÐU Á BYLGJUNNI – VÍSAÐ Í MANNRÉTTINDASINNAN GIDEON LEVY OG ZIONISTANN JO BIDEN

GAZA TIL UMRÆÐU Á BYLGJUNNI – VÍSAÐ Í MANNRÉTTINDASINNAN GIDEON LEVY OG ZIONISTANN JO BIDEN

Í gær var mér boðið í hljóðstofu þeirra Jóhönnu og Kristófers í síðdegisútvarpi Bylgjunnar að ræða hryllinginn á Gaza. Við komum all víða við í stuttu spjalli. Ég vísað annars vegar i í ábyrgð Bandaríkjamanna og þá sérstaklega Bidens forseta sem er herskár zionisti og hins vegar vísaði ég í viðtal við ísraelska blaðamnninn og mannréttindafrömuðinn Gideon Levy ...
FUNDUR UM FANGELSAÐAN MANN OG HUGMYNDIR HANS

FUNDUR UM FANGELSAÐAN MANN OG HUGMYNDIR HANS

Eins gott að ritskoðunarteymi Þýskalands fékk ekki veður af fundi þessa fólks í grennd við Bonn í Þýskalandi um síðustu helgi. Til fundarins var efnt til að ræða hugmyndir um lýðræði og frið, vernd umhverfisins, jafnrétti kynjanna og ýmislegt þessu tengt og með hvaða hætti mætti best örva umræðu um þessi efni ...

Vestrið hindraði friðarsamninga vorið 2022. Skýrsla varpar ljósi á Úkraínustríðið

Það var hægt að koma á vopnahléi og friðarsamningi í Úkraínudeilunni strax vorið 2022, þar sem beinu stríðsaðilarnir tveir höfðu í stærstum atriðum náð saman. En NATO-veldin, fremst Bandaríkin og Bretland, vildu að stríðið héldi áfram, og rykktu viðræðunum þess vegna út af sporinu. Vestrænir þjóðarleiðtogar fundu út að klókast væri að ...
LILJU GUÐRÚNAR ÞORVALDSDÓTTUR MINNST

LILJU GUÐRÚNAR ÞORVALDSDÓTTUR MINNST

... Í dag er Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir kvödd frá Hallgrímskirkju í Reykjavík. Þar hefði ég vijað vera en get ekki því ég er staddur fjarri. Þótt við Lilja Guðrún hefðum ekki mikil samskipti síðustu árin nema að ég sá til hennar á leiksviði og í kvikmyndum þá hélst alla tíð vinátta okkar á milli. Við vorum bandamenn ...