Hugleiðingar um stríðið
27.03.2003
Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að ræða enn frekar um stöðuna í Írak. Þið hafið væntanlega ekki undan að fylgjast með öllum fréttunum þaðan nú uþb viku frá því að stríðið hófst fyrir alvöru. Það er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir hvað hefur gerst og hvernig málin muni þróast á næstunni.