Á stundum eins og nú reynir mjög á fjölmiðla. Bandaríkin og Bretland herja á Írak og bæði bandarískir og breskir fjölmiðlar fylgja ríkisstjórnum sínum mjög að málum.
Birtist í Mbl. 07.04.2003EKKI veit ég hvort einhver 1. apríl galsi var í leiðarahöfundi Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag eða hvort blaðinu var alvara í greiningu sinni á skattastefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á viðtal við kunnan og ágætan blaðamann í sjónvarpi. Hann sagðist ekki betur sjá og heyra en að "allir" væru komnir á þá skoðun að rétt væri að einkavæða innan grunnþjónustu samfélagsins.
Draumórar heimsvaldasinna, martröð Íraka Þess var að vænta að örlög palestínsku þjóðarinnar, hernám lands þeirra og áframhaldandi morð á saklausu fólki, féllu í skuggann þegar fjölmiðlarisarnir færu að dansa í takt við stríðsherrana í Washington og kjölturakkann í Lundúnum.
Birtist í Fréttablaðinu 04.04.2003Sannast sagna átti ég ekki von á því að stjórnarflokkarnir tveir gerðu sig seka um eins mikil yfirboð og raun hefur orðið á.