Fara í efni

Greinasafn

2003

Verkalýðsbarátta í öndvegi

Sæll Ögmundur. Ég horfði nýlega á þáttinn Ísland í dag á stöð 2 og þar var meðal annars viðtal við Þóreyju Eddu sem er í framboði við VG í suðvestur kjördæmi.  Þar gerði hún lítið úr þeim störfum sem verða til í álveri á Reyðarfirði þar sem þetta verði nánast eingöngu störf fyrir verkafólk, það væri nær að búa til störf fyrir menntað fólk.  Ég hef hitt fleiri sem tóku eftir þessum orðum hjá henni.  Því vil ég spyrja.  Ert þú í flokki sem hugsar eingöngu um menntað fólk?  Ef svo er hvenar breyttust þá viðhorf þín?  Ég hef alltaf litið á þig sem talsmann verkalýðsinns og þykir það mjög miður ef þar er að verða breyting á.   Með kveðju, Sigurbjörn Halldórsson.   Heill og sæll Sigurbjörn og þakka þér fyrir bréfið.

Kennisetning Carters

Sæll Ögmundur. Ég lýsti því á dögunum að ég drægi í efa þekkinguna sem ákvarðanir í utanríkismálum byggjast á.

Morgunblaðsmenn og aðrir fréttaskýrendur!

Ég vil vekja sérstaka athygli fréttaskýrenda og að sjálfsögðu allra annarra á lesendabréfi sem birtist á heimasíðunni í dag og fjallar um Carter-kenninguna.

Jón skorar á Davíð!!

Hér með skora ég undirritaður á Davíð Oddsson forsætisráðherra til umræðna á opinberum vettvangi um skattamál.

Magnús og Sigríður Anna vilja stríð en það má ekki drepa neinn!!

Ég er hreinlega gáttaður á heimsku og dómgreindarleysi þingmannanna sem styðja árásina á Írak. Yfirlýsingar þeirra í fjölmiðlum eru með ólíkindum.

Einn í heiminum

Mikið held ég að mörgum hafi létt þegar Davíð Oddsson kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi til að skýra það út fyrir okkur hvernig Frakkar og allar hinar þjóðirnar misskilja Íraksmálið og hvernig Íslendingar hlutu að styðja árásirnar á Írak.

Ekki í okkar nafni

Ræða flutt á útifundi á Lækjartorgi 20. mars. Í ræðunni sem útvarpað var um heim allan á mánudag sagði George Bush Bandaríkjaforseti að ríkisstjórn sín væri friðsöm.

Rauða málningin

Ömmi frændi, Varst þú nokkuð á ferð með rauða málningardollu í miðbænum seinnipartinn í gær? Þinn, Össi. Nei ágæti Össi, svo var ekki.

Efnahagsþvinganir

Sæll. Er fræðilegur möguleiki að BNA hefðu beitt einhverjum efnahagslegum þvingunum á Íslendinga ef ríkisstjórn landsins hefði ekki lagt blessun sína á yfirvofandi árás Rambush á Írak?Grétar Sæll Grétar.
Þegar blautligur húsgangur verður að vinstrigrænni þjóðrembu

Þegar blautligur húsgangur verður að vinstrigrænni þjóðrembu

Ekki verður á fyrrverandi framsóknarmenn og núverandi flokksbræður þína logið Ögmundur. Nú hafa þeir kumpánar Jón Bisnes og Ormur á Kögunarhóli tekið gamlan húsgang úr hreppunum og snúið honum upp í níð um flokk Jónasar frá Hriflu eða Gunnar á hólmanum.