Fara í efni

Greinasafn

2003

Öryrkjabandalaginu óskað til hamingju

Í lesendabréfi í dag er ég spurður áleitinnar spurningar. Spurt er hvað mér finnist um þá ákvörðun Framsóknarflokksins að skrifa undir samkomulag við Öryrkjabandalagið um breytingar á örorkulífeyri sem koma eiga til framkvæmda á næsta kjörtímabili.

Eins og blautur sandpoki

Sæll Ögmundur. Ósköp þykja mér fjölmiðlarnir okkar oft vera sofandalegir. Eða getur það verið að mér einum finnist undarleg framkoma Framsóknarflokksins við öryrkja og samtök þeirra? Streist hefur verið á móti öllum kröfum okkar og þegar dómur féll okkur í hag - Öryrkjadómurinn -  þá vorum við ekki einu sinni látin njóta vafans.

Lævís leikur

Kæri Ögmundur. Ég vil byrja á því að þakka fyrir öflugt starf sem mér finnst þú vera að vinna. Það sem vakir fyrir mér er afstaða Íslands í Íraksstríði.

Davíð flytur stolinn leirburð á landsfundi

Ekki hefði ég nú trúað því að óreyndu að forsætisráðherra færi að veifa stolnum fjöðrum til að halda landsfundarfulltrúum sínum vakandi yfir þeim ræðudoðranti sem hann þuldi yfir félögum sínum.

Er Blair Framsóknarmaður?

Halldór Ásgrímsson var á meðal gesta í Silfri Egils á Skjá einum í dag. Fram kom að honum hafi þótt ákvörðun um að styðja Bandaríkjamenn og Breta til árása á Írak erfið.

Konan í Hafnarfirði

Fréttamenn Kastljóss fóru silkihönskum um Davíð Oddsson forsætisráðherra að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Spurningar til Davíðs og Halldórs

Birtist í DV 27.03.2003Í viðtali um árásirnar á Írak við DV síðastliðinn föstudag segir Davíð Oddsson forsætisráðherra að spurningin snúist um það hvort menn ætli "að standa með okkar helstu bandalagsþjóðum eða í raun með Saddam Hussein..." Þetta þýðir á mannamáli að þeir sem andæfa árásunum á Írak séu stuðningsmenn einræðisherrans Saddams Husseins.

Förum nýjar leiðir

Ræða flutt á fundi í Austurbæjarbíói 27.03. 2003Góðir félagar úr baráttunni. Við komum nú saman til að spila, syngja, lesa og tala fyrir friði og gegn hernaðarofbeldi og gegn stríði. Ég ætla þó ekki að tala um sprengjuregn, limlest fólk, logandi mannvirki og eyðilögð vatnsból. Ég ætla ekki að segja sögur af grimmd þeirra sem af yfivegun og af verkfræðilegri nákvæmni skipuleggja tortímingu fólks. Ég ætla ekki heldur að hneykslast á skammsýni eða óbilgirni þeirra sem stýra för.

Stríð og söguleg arfleifð

Er glasið hálftómt eða hálffullt? Enn er deilt hér í Bandaríkjunum um hvort að vel gangi í stríðinu eða ekki.

Kristján svarar Davíð

Flokksþing Sjálfstæðisflokksins er hafið með hefðbundnum hætti í Laugardagshöll. Flokknum er skýrt frá því hvað honum finnist í öllum málum og síðan farið með ljóð og vísur aðallega andstæðingunum til háðungar.