Nýlega birtist fylgirit með Morgunblaðinu undir sama heiti og fyrirsögnin hér að ofan. Það fór vel á því að birta þetta rit með Morgunblaðinu því að öllum öðrum fjölmiðlum ólöstuðum hefur Morgunblaðið sinnt þessum málaflokki betur og af mikilli staðfestu um langt árabil.
Á Alþingi í dag beindi ég þeirri spurningu til Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að láta birta opinberlega yfirlit yfir fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl ráðherra við fyrirtæki og sjóði á sambærilegan hátt og gert er í Danmörku.
Valgerður Sverrisdóttir skýldi sér á bak við skýrslu Ríkisendurskoðunar þegar hún sat fyrir svörum í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld vegna gagnrýni á hvernig ríkisstjórnin hefur staðið að einkavæðingu ríkiseigna – einkum bankanna.
Ekki veit ég hvort viðræðuþátturinn við Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Ríkissjónvarpinu var hugsaður sem grín eða alvara af hennar hálfu.
Það er að vissu leyti góðs viti að mönnum finnist það vera rógburður að væna formannskandídat í Samfylkingunni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, um að vilja gefa þeirri hugsun gaum að einkavæða megi hverfisskóla á grunnskólastigi.
Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti erindi á hátíð í tilefni 75 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.