15.03.2005
Kristján Hreinsson
Eftir að hafa hlýtt á pistil í útvarpinu, þar sem Alfreð Þorsteinsson hélt því fram að R-listasamstarfið yrði að lifa, ef menn ætluðu ekki að hleypa sjálfstæðismönnum að kjötkötlunum, þá fór ég að velta fyrir mér þeirri skelfilegu ógnun sem okkur er sagt að felist í því að missa tökin á stjórn Reykjavíkurborgar.Ég þurfti náttúrulega ekki að hugsa lengi til að átta mig á því að VG gerir lítið annað en gagnrýna Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi sem hefur mergsogið alþýðuna meir en nokkur önnur ríkisstjórn hér á landi, og gefið þeim ríku kost á stærra ríkidæmi en nokkru sinni fyrr.