Fara í efni

Greinasafn

2005

VINIR ÍSLANDS?

Bandaríkjastjórn undir forsæti Bush forseta er söm við sig. Í krafti auðmagns og hervalds kemur hún til áhrifa hverjum einstaklingnum á fætur öðrum úr innsta kjarna bandarískra hægri sinnaðra ofstækismanna og heimsvaldasinna.

TILVISTARKREPPA OG TVÍSKINNUNGUR

Eftir að hafa hlýtt á pistil í útvarpinu, þar sem Alfreð Þorsteinsson hélt því fram að R-listasamstarfið yrði að lifa, ef menn ætluðu ekki að hleypa sjálfstæðismönnum að kjötkötlunum, þá fór ég að velta fyrir mér þeirri skelfilegu ógnun sem okkur er sagt að felist í því að missa tökin á stjórn Reykjavíkurborgar.Ég þurfti náttúrulega ekki að hugsa lengi til að átta mig á því að VG gerir lítið annað en gagnrýna Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi sem hefur mergsogið alþýðuna meir en nokkur önnur ríkisstjórn hér á landi, og gefið þeim ríku kost á stærra ríkidæmi en nokkru sinni fyrr.

EINFÖLD LEIÐ TIL AÐ LAGA RÚV

Röksemd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, fyrir að breyta Ríkisútvarpinu í markaðsstofnun/SF er að innihaldi til eftirfarandi: Þá losnar stofnunin við afskipti stjórnmálamanna; fólk eins og mig, það er að segja ráðherrann sjálfan.

ÚTI Á TÚNI

Útvarpsstjóri hefur ráðið sér fréttastjóra að hljóðvarpinu. Að sjálfsögðu liggur í hlutarins eðli að hann fór að skipunum stjórnarflokkanna um ráðninguna – við öðru var ekki að búast.

FRJÁLSHYGGJUMENN TIL HÖFUÐS RÚV OG "MEININGARMUNUR" MARKÚSAR

Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri kom fram í Kastljósþætti Sjónvarps í kvöld. Þar reyndi hann að halda uppi vörnum fyrir slæman málstað.

ER HÆGT AÐ VERA VANHÆFARI?

Ótrúleg frétt var að berast: “Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins, Bakkavarar og Sindra hf.

VERÐUR LALLI NÆSTI LÖGREGLUSTJÓRI Í REYKJAVÍK?

Í tengslum við sérdeilis ósvífna valdníðslu við val og ráðningu fréttastjóra á fréttastofu RÚV laust því niður í kollinn á mér að ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar væri svona álíka ráðstöfun og að dómsmálaráðherra mundi – að undangengnu vandlegu forvali milli hinna hæfustu manna - skipa Lalla Johns í embætti lögreglustjórans í Reykjavík.

FRÉTT SEM EKKI MÁ GLEYMAST

Hér á lesendasíðunni var vakin athygli á þeirri nýskipan hjá dönsku ríkisstjórninni að birta öll tengsl sem ráðherrarnir hafa við fyrirtæki og fjármálastofnanir.

ÞEGAR HVÍN Í ROKKUNUM

Ég hlustaði á þig á Talstöðinni í gær Ögmundur og er sammála þér að fráleitt er fyrir Framsóknarflokkinn að reyna að hvítþvo sig af ráðingarmálinu í RÚV þótt það kunni að vera rétt að sá nýráðni sé ekki flokksbundinn framsóknarmaður og að ákvörðun hafi ekki verið tekin á þingflokksfundi Framsóknar.
BROTAMENN KENNA KERFINU UM

BROTAMENN KENNA KERFINU UM

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom fram í sjónvarpsfréttum og reyndi að sefa menn vegna reiði yfir hegðan meirihluta útvarpsráðs við ráðningu fréttastjóra útvarps.