Robert Zoellick er næstæðsti ráðamaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í breska stórblaðinu Financial Times í gær segir frá för Zoellicks til Fallujah í Írak, þeirrar borgar í Írak sem einna verst hefur orðið fyrir barðinu á bandaríska innrásarliðinu í landinu en sem kunnugt er var borgin nánast lögð í rúst til að kveða þar niður andstöðu gegn nýlenduhernum.
Í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi sögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar að það tilheyrði ekki "nútímarekstri" að tryggja starfsmönnum aðgang að stjórn stofnana! Í kjarasamningum í byrjun níunda áratugar síðustu aldar var samið um að efla atvinnulýðræði í opinberum stofnunum.
Undanfarnar vikur hef ég unnið hörðum höndum við að reikna út laun ríkasta manns Íslands. Ekki hefur það reynst neitt áhlaupaverk, reikningskúnstin mér enda ekki í blóð borin og núllin óteljandi mörg í peningafjalli viðkomandi einstaklings.
Haft var eftir Mohamed ElBaradei, forsvarsmanni Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (International Atomic Energy Agency), í fréttum að tímaspursmál væri hvenær Al Quaeda hryðjuverkasamtökin kæmust yfir kjarnorkuvopn.
Konur hafa sem betur fer færst nær jöfnuði við karla með hverju árinu sem líður. Áköfum femínistum finnst auðvitað að hægt gangi, til að mynda vanti enn mikið á að fullum launajöfnuði sé náð að ekki sé minnst á völd í efnahagslífi og pólitík.