Fara í efni

Greinasafn

2006

DOFRI, VG OG UMHVERFISSTEFNAN

Ég hlustaði á morgunspjall á RÚV um heima og geima. Margt var ágætt sagt í þeim þætti. Ég held ég hafi náð því rétt að einn viðmælenda hafi verið Dofri Hermannsson, einn af forsvarsmönnum Samfylkingarinnar, frambjóðandi, gott ef ekki starfsmaður.

HVERS VEGNA EKKI ÁLYKTUN 377?

Sæll Ögmundur. Afhverju er ekki löngu búið að beita ályktun 377 í öryggisráðinu gegn Ísrael og fram hjá Bandaríkjunum? Bestu kveðjur,Jón ÞórarinssonKomdu sæll.Ástæðan er sú að ekki er fyrir þessu pólitískur vilji.  Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lagði til að íslenska ríkisstjórnin bæri fram tillögu þessa efnis en fyrir því var enginn áhugi í Stjórnarráði Íslands.

Jón Bjarnason: ÞAÐ ÁTTI ALDREI AÐ EINKAVÆÐA LANDSÍMANN

Sæll og blessaður Ögmundur.Einkavæðing Símans hittir nú landsmenn enn á ný. Nú er það öryggiskerfið. Eins og við þingmenn Vg bentum á þá er grunnfjarskiptakerfið hluti öryggismála og átti alls ekki að einkavæða.

TEKIÐ UNDIR MEÐ ÖRYRKJABANDALAGINU

Birtist í Morgunblaðinu 15.09.06.Öryrkjabandalagið hefur farið þess á leit við þá lífeyrissjóði, sem eru að endurskoða greiðslur  til öyrkja, að þeir fresti því um sinn að breyta greiðslunum ef þær eru til skerðingar.

EKKI ÁL Í ÖLL MÁL

Kæri Ögmundur. Vilja Vinstri græn álverslaust ísland? Bestu kveðjur, Jón ÞórarinssonSæll Jón. Við horfumst í augu við þann veruleika að í landinu eru rekin nokkur álver og höfum við aldrei lagt til að þeim yrði lokað.

EKKI LESA ÞETTA, ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA MIG!

Mikið hefur verið rætt og ritað um meðferð stjórnvalda á skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings frá árinu 2002 um áhættuþætti Kárahnjúkavirkjunar og ábendingar hans um alls endis ófullnægjandi rannsóknir.

BERJUMST FYRIR OPNU ÞJÓÐFÉLAGI

Sæll Ögmundur.  Styð þig heilhsugar í aðgerðum þeim er þú gekkst út af fundi Iðnaðarnefndar til að mótmæla leynipukrinu.  Þjóðin á rétt á því að öll spilin verði lögð á borðið.  Skora á þá er lesa síðuna þína að taka undir í baráttu fyrir opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi.
UMHVERFISÁHERSLUR SAMFYLKINGARINNAR - TRÚVERÐUGAR?

UMHVERFISÁHERSLUR SAMFYLKINGARINNAR - TRÚVERÐUGAR?

Heill og sæll Ögmundur.Þá er Samfylkingin komin með umhverfisstefnu! Fagra Ísland mun sú stefna vera kölluð en á fréttamannafundinum sem þessi nýja umhverfisstefna var kynnt sagði formaður Samfylkingarinnar, ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að hún sæi ekki eftir því að hafa stutt Kárahnjúkavirkjun miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir!  Er þetta grín? Var ekki ljóst á þessum tíma að Kárahnjúkavirkjun myndi valda stórfelldum náttúruspjöllum? Það sem nú er að koma í ljós eru hins vegar ýmsar jarðfræðilegar hættur.

FÓLKIÐ VERÐI RÁÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVÖLL !

Sæll Ögmundur. Nú ætla ég að koma með ábendingu. Nú vantar starfsfólk á Kefluvíkurflugvöll og það væri hægt að ráða allt það starfsfólk sem kæmi frá varnarliðinu mjög einfalt og gott.

VERNDUM HÁLENDI AUSTURLANDS

Félag um verndun hálendis Austurlands  safnar nú liði með undirskriftasöfnun. Okkur í Vinstrihreyfingunni grænu framboði er þetta fagnaðarefni enda er þessi barátta í nákvæmlega þeim anda sem við höfum barist á undanförnum árum.Í yfirlýsingu segir einnig um markmið félagsins: "Nú berst það einnig fyrir öryggi og heill íbúanna.