Geir H. Haarde, forsætisráðherra opnaði fyrir umræðu um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum eftir för sína inn á fórnarlönd Alcoa við Kárahnjúka í boði Ómars Ragnarssonar nú um helgina.
Það var glatt á hjalla hjá þeim Framsóknarmönnum nú um helgina. Þeir sem töpuðu voru sagðir meiri stjórnmálamenn en áður (hvað sem það þýðir), sem sé ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnunum.
Þeim fjölgar sem hafa efasemdir um Kárahnjúkavirkjun. Í vikunni ályktuðu Náttúruverndarsamtökin og kröfðust þess að endurmat færi fram á framkvæmdinni í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið frá vísindamönnum um jarðfræðilegar aðstæður.
Bjarni Ármannsson, bankastjóri hjá Glitni mætti á morgunvarkt RÚV til að ræða vaxtahækkanir. Aðalbölvaldur hagkerfisins, að hans mati, var Íbúðalánasjóður.
Það er alveg hárrétt að virkjanamálin hér í Skagafirði eru á fullri ferð undir yfirborðinu eins og oddviti VG í Skagafirði vekur athygli á og þú tekur einnig undir hér á heimasíðu þinni.
Ég hef ekki lagt það í vana minn að lesa hinn nafnlausa dálk sem kallast "Staksteinar" í Morgunblaðinu. Þessi skrif sem eru á ábyrgð ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmis Gunnarssonar, eru nefninlega gjarnan svo vandræðaleg og full af bulli að óþarfi er að leggja sig niður við að lesa eindálkinn.
Að undanförnu hafa birst skrif sem ættuð eru innan úr Stjórnarráðinu um stóriðjustefnuna, sem gefa þá mynd að ríkisstjórnin kunni að hafa farið offari.