ÖLL SPIL Á BORÐIÐ
13.09.2006
Herra Alþingismaður, Ögmundur Jónasson! Ég fór inná síðuna þína fyrir nokkrum dögum og fannst hún góð. Ég fór því inná hana í dag, og eftir að hafa lesið fyrsta pistilinn þinn á henni undir fyrirsögninni “EKKERT LEYNIMAKK – SPILIN Á BORÐIÐ!” þá er ég sannfærður um að síðan þín er stórkostleg! Ég er sammála þér Ögmundur, að leynimakkið við þetta allt saman, er orðið “þjóðhættulegt!” Hugrekki þitt og þjóðhollusta er mér augljós og kemur fram þegar þú gengur af fundi iðnaðarnefndar og neitar kröfu fulltrúa Landsvirkjunar um að halda áfram leynimakki gagnvart íslensku þjóðinni.