FÆÐINGARORLOFIÐ OG JAFNRÉTTIÐ
09.10.2006
Sæll. Í stefnuskrá VG er kafli um jafnrétti. Mig langar til að spyrja þig, sem formann Fjölskyldu- og styrktarsjóðs, hvort að það samræmist stefnu flokksins að greiða ekki körlum úr sjóðnum?Haraldur Geir EðvaldssonSæll Haraldur Geir og þakka þér fyrir bréfið. Með nýjum lögum um fæðingarorlof sem tóku gildi í ársbyrjun 2001 náðist fram mikilvægt baráttumál launafólks og félagslegra afla um að lengja fæðingarorlof og skapa körlum samsvarandi réttindi og konum.