SAMHERJAR Á SKRAFI
08.03.2006
Ég fæ ekki betur séð en fjölmiðlarnir séu að draga upp nýjar átakalínur í heilbrigðisumræðunni. Í gærmorgun var mættur í morgunútvarp til að ræða heilbrigðismál, Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu, og í gærkvöld sátu þau á skrafi hann og Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins einnig að ræða heilbrigðismál.