18.03.2006
Ögmundur Jónasson
Í dag eru liðin þrjú á frá innrásinni í Írak. Af því tilefni efndi Þjóðarhreyfingin til fundar í Háskólabíói þar sem sýndar voru tvær kvikmyndir eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og Ara Alexander Magnússon kvikmyndagerðarmann, önnur tæplega þriggja ára gömul en uppfærð, Ég er arabi, hin brot úr mynd, sem á eftir að verða lengri, 1001 nótt.