Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2007

TEKIÐ UNDIR ÁKALL HÚMANISTA UM EVRÓPU ÁN KJARNORKUVOPNA

TEKIÐ UNDIR ÁKALL HÚMANISTA UM EVRÓPU ÁN KJARNORKUVOPNA

Forsvarsfólk Húmanistahreyfingarinnar í Evrópu hefur sent frá sér ákall um afnám kjarnorkuvopna. Íslenskum stjórnmálaflokkum og einstökum stjórnmálamönnum hefur verið ritað bréf þar sem spurt er um afstöðu til þessa framtaks.

VARÚÐ: ÞAÐ ER HÆTTA TIL HÆGRI !

Er einhver hætta á því að kjósendur verði látnir gleyma Kárahnjúkavirkjun í kosningunum 12. maí eins og þeir "gleymdu" Kárahnjúkavirkjun fyrir fjórum árum? Hvaða flokkur stóð þá vakt - aleinn?. Er einver hætta á því að kjósendur gleymi ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að styðja  innrásina í Írak? - Hvaða flokkur hefur verið á þeirri vakt um sóma íslensku þjóðarinnar?  Oft aleinn.. Er einhver hætta á því að kjósendur gleymi vaxtaokrinu? Hvaða flokkur hefur talað skýrast um ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar sem eru að birtast í vaxtaokri og byggðahruni?. Er einhver hæta á því að kjósendur gleymi Halldóri og Davíð? . Er ekki allt í lagi að rifja það upp að það eru sömu flokkar og sama stefna sem yrði við völd ef sá hryllingur skellur yfir aftur að stjórnarflokkarnir  fái meirihluta.. Það er alvarleg hætta til hægri.. Sigríður.

VANÞEKKING OG AUMINGJAGÆSKA

Sæll Ögmundur.Samkvæmt skoðanakönnunum um helgina eru ríkisstjórnarflokkarnir að sækja í sig veðrið. Ástæðurnar eru mismunandi.
Í HEIMSÓKN HJÁ TALSMANNI NEYTENDA

Í HEIMSÓKN HJÁ TALSMANNI NEYTENDA

Þessa dagana er ég gestapenni hjá Talsmanni neytenda www.tn.is. Geri ég að umræðuefni þá þróun sem orðið hefur á auglýsingamarkaði samfara aukinni samþjöppun og tilhneigingu til fákeppni.
20 ÁRA ÓSLITIN VALDASETA – ÞAÐ MÁ EKKI VERÐA

20 ÁRA ÓSLITIN VALDASETA – ÞAÐ MÁ EKKI VERÐA

Þau Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tóku sig prýðilega út í iðagrænni fjallsbrekkunni á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

HVAÐ SEGIR VG UM PALESTÍNU?

Sæll Ögmundur. Hver er stefna ykkar varðandi deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna? Teljið þið það mikilvægt að viðurkenna tilvist Palestínu sem sjálfstæðs ríkis?Með bestu kveðju,Guðbjörn Dan GunnarssonÞakka þér fyrir bréfið Guðbjörn Dan.

MÁ SPYRJA, KANNSKI?

Það er sagt að landsfundir S - flokkanna hafi tekist vel; þeir voru áreiðanlega óvenjuvelheppnaðar leiksýningar.  Enda var það óvenjuöflug leikarafjölskylda sem  stýrði þeim með glæsibrag, börn Þórhildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar stýrðu fundunum.

TÍMINN OG VATNIÐ

Landsfund Sjálfstæðisflokksins skorti kjark til að minnast á Íraksmálið í ályktunumsínum, komplexinn er áberandi.

JÓNÍNA BJARTMARZ LEIKUR Í VERULEIKASJÓNVARPI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Það er í raun ótrúlegt  hve ráðherrar leggjast lágt í því að koma sér á framfæri. Síðasta dæmið er frá því gær, þar sem Jónína Bartmarz er stödd á strandstað Wilson Muuga, þar sem næstum má halda að þar hafi hún haft forystu um björgun skipsins.Þessu var því miður þveröfugt farið, pappírsdýrin í umhverfisráðuneyti Jónínu voru búin að þvæla málið fram og til baka.
SKÁTAMESSA OG NESHRINGURINN

SKÁTAMESSA OG NESHRINGURINN

Á sumardaginn fyrsta fer ég jafnan í skátamessu í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Mér finnst þetta tilheyra sumardeginum fyrsta og jafnframt geri ég þetta í minningu föður míns Jónasar B.