Vill óska þér til hamingju með að standa fast á þínu. Hef ekki kosið VG hingað til, ávallt kosið Samfylkinguna en er mjög ánægður með að þú skulir standa við sannfæringu þína.
Sæll Ögmundur.. Hvaða skilaboð eru það til okkar, heilbrigðisstarfsmanna LSH, að um leið og við stöndum frammi fyrir stærsta niðurskurði heilbrigðissögunnar, þá hverfa tveir toppar í slíkri skyndingu af hólmi, að það sér undir iljar þeirra? Ég á við Huldu forstjóra sem fær athugasemdalaust ársfrí á þessum vátímum - og þig sjálfan.
Föstudagskvöldið 25. september greip ég Fréttablað dagsins til að fletta meðan ég horfði með öðru auganu á söfnunardagskrá ríkissjónvarpsins „Á rás með Grensás".
Samhliða niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni berast fréttir af því að einkaframtakið ætli að hefja sig til flugs með einkasjúkrahúsum í gríðarlegu umfangi.
Svolítð erfitt er að átta sig á Staksteinum Morgunblaðsins í dag að öðru leyti en því að ritstjóri blaðsins tekur þar undir með forystu Sjálfstæðisflokksins um að álitamál sé hvort sá flokkur eigi yfirleitt nokkra samleið með ríkisstjórninni í Icesave-málinu.
Á að setja bráðabirgðalög um Icesave í fullum trúnaði? Eru allir búinir að tapa sér í leynimakki? Menn geta gefið eftir í Icesavemálum, en ekki með því að rjúfa trúnað við þjóðina og lýðræðið.