Icesave er ekki mál sem afgreitt er í eitt skipti fyrir öll. Sú var ekki raunin þegar fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins gekk að ítrustu kröfum Hollendinga og Breta síðastliðið haust - í október.
Lífsreynslan kennir að háskalegt er þegar skynsemi og dómgreind er tekin yfir af hugmynda"fræði". Trú á hugmyndafræði - hina "réttu leið" er alltaf varasöm.
Mig langar til að þakka Ólínu fyrir lesendabréfið/greinina hér á síðunni hjá þér nýlega Ögmundur undir yfirskriftinni Veröldin að hætti Þorsteins; http://www.ogmundur.is/fra-lesendum/nr/4756/ Þetta er afburða góð pólitísk greining Ólínu á skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins.
Sæll Ögmundur.... Villi hefur 100% rétt fyrir sér á vefsíðunni þinni dag. Ég veit að menn sjá mikið eftir að einkavæða eldhús og ræstingar á sjúkrahúsunum í Kanada, og þá örugglega annarsstaðar. Það er reynt í gríð og erg að snúa við, en það reynist kostnaðarsamt eftir breytinguna þar sem að allt verður að byrja upp á nýtt.