Sér grefur gröf þótt grafi. Það er greinilegt að þú Ögmundur ásamt meðreiðarfólki þínu verður þess valdandi að ríkisstjórnin fellur og glíman við kreppuna verður launafólki í landinu mun erfiðari en hún þurfti að verða.
Á visir.is er haft eftir þér að í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hafi ræða formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fallið þér best í geð.
Mér finnst að þú ættir að átta þig á að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og þeir sem dásama þig sem hæst eru ekki endilega að því vegna þess að þeir styðja þinn málstað.
Sæll.. Þð er átakanlegt að sjá maddömurnar úr alþýðubandalaginu sitja fremstar í flokki á ríkisstjórnarmyndinni sem birt var í Fréttablaðinu eftir afsögn þína.