Hver er þín siðferðilega staða Ögmundur, nú þegar ráðist er að opinberum starfsmönnum af ríkistjórn sem þú situr í? Er þér siðferðislega stætt á því að þykjast vera talsmaður opinberra starfmanna lengur?. Stefán Arngrímsson. . Nokkuð er um liðið síðan þú sendir mér þetta litla bréf Stefán og bið ég þig forláts á að svara seint um síðir.
Joseph Stiglitz fór almennnt vel í Íslendinga. Það leyfi ég mér að fullyrða. "Hófasamur" og "í góðu jafnvægi" voru lýsingar sem ég heyrði frá fleiri en einum eftir Silfur Egils í gær.
Frjálshyggjuflokkarnir eru illa að sér í fjármálum, einsog þjóðin veit núna. Nýjasta dæmið birtis í því að þeir halda að erlend fjárfesting, sé það að lána útlendingum peninga.
Fundur með forstjórum heilbrigðisstofnana landsins í gær um fjárlög komandi árs var að mínum dómi góður. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir miklum niðurskurði ofan á þann gríðarlega samdrátt sem þegar er orðinn á þessu ári.
Getur vinstri stjórn, sem vill láta taka sig alvarlega sem velferðarstjórn í anda norrænnar jafnaðarstefnu, byrjað á því að skerða kjör ellilífeyrisþega og öryrkja? Ég svara þeirri spurningu afdráttarlaust neitandi.