ER NÝJA RÍKISSTJÓRNIN MEÐ copy/paste PÓLITÍK FRÁ ESB?
17.05.2009
Þegar Evrópusambandið kynnti Lissabon-áætlun sína árið 2000 var eitt helsta slagorðið að „Evrópa ætti að verða samkeppnishæfasta efnahagseining heims árið 2010". Ekki er nú útlit fyrir að það gangi eftir og vandséð hvað ESB hafði út úr slagorðinu annað en afsökun fyrir þá sem trúðu á markaðslausnir og að samkeppni væri leiðin að markinu til að keyra þá stefnu sína yfir önnur gildi.