UM RÁÐHERRABÍLA OG RÁÐHERRA-KOSTNAÐ
12.05.2009
Sæll Ögmundur.. Mér leikur forvitni á að vita, hvort þú notar ráðherrabíl á kostnað almennings, og ef svo er, er hann einn af þeim gljáfögru svörtu þýsku eðalbifreiðum sem oft sjást fyrir utan ráðuneyti landsins og alþingi? Að auki langar mig að vita, hefur beinn kostnaður vegna erinda og starfa heilbrigðisráðherra minnkað eftir að þú tókst við heilbrigðisráðuneytinu? . Björgvin Sigurðarson. . Þakka þér bréfið Björgvin.