KJÓSA FYRST - SVO MÁ GEFA ÖNDUNUM!
18.04.2009
Sæll félagi og vinur. . Í dag er vika til kosninga, og enn hefur enginn flokkur sagt þjóðinni hversu skuldir þjóðarbúsinns eru miklar, hversu mikið okkur ber að borga af þeim, eða hvernig afla á tekna til þess að borga þær. Það eru tvær ályktanir sem hægt er að draga af þessari þögn sem um þessi mál ríkja hjá flokkunum. Annars vegar er ástæðan sú að þeir vita ekki hversu háar skuldinar eru og hins vegar að þeir þora ekki að upplýsa þjóðina um þær og til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa til að ótta við að missa atkvæði.