Mikil mistök eru það af Steingrími J Sigfúsyni að gera Svavar Gestson að formanni samninganefndar um Icesasve. Svavar Gestsson er nefnilega svo reynslulaus.
Ef vextir eru 25% einsog nú er á yfirdráttarskuldum hjá heimilum og fyrirtækjum, þá þýðir það að uppsafnað tvöfaldast skuldin á tveimur og hálfu ári.. Verðbólga er nú 5-6% og sennilega miklu minni, þar sem verðhjöðnun á húsnæðismarkaði mælist illa, þar sem engin hreyfing er á fasteignum, samkvæmt fasteignasölum.
Þessa dagana er mikið rætt um ráðstafanir til varnar skuldugu fólki. Ekki er vanþörf á: Lánaskuldbindingar verðtryggðar og óheyrilegt vaxtaálag þar ofan á.
Ég vil vekja athygli á tveimur ráðstefnum sem fram fara í dag. Í morgunsárið efnir Heilbrigðisráðuneytið til morgunverðarfundar undir heitinu NÝ VIÐHORF - NÝJAR LAUSNIR - AUKIN JÖFNUÐUR.
Í dag vakna menn upp við fréttir um að stolin gögn úr Kaupþingi séu notuð til fjárkúgunar. Svo er að skilja að um sé að ræða upplýsingar um lánafyrirgreiðslu.
Alveg ótrúlegir hlutir eru að gerast í íslenskri pólitík ef iðnaðarráðherra ætlar virkilega að valta yfir samráðherra sinn umhverfisráðherra og knýja í gegn gælumál sitt á þeim forsendum að annars mundu 4000 störf sópast út af borðinu.