13.02.2009
Einar Ólafsson
27. janúar britist í vefdagblaðinu NEI (http://this.is/nei/?p=3370) greinarkorn sem ég skrifaði i tilefni auglýsingar um málþing, sem stóð fyrir dyrum í fundarsal Læknafélags Íslands undir yfirskriftinni „Ný tækifæri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi?" Í auglýsingunni stóð: „Hvernig viljum við sjá heilbrigðisþjónustuna á Íslandi í framtíðinni?" Og þar fyrir neðan: „Hvaða tækifæri eru til staðar í heilbrigðisþjónustu og hvernig getum við nýtt þau?" . . . Tækifæri? . . Þessi auglýsing vakti hjá mér ýmsar spurningar: „Við hver?" spurði ég.