Fara í efni

Greinasafn

2015

DV - LÓGÓ

AUKIN MIÐSTÝRING OG RÁÐHERRARÆÐI

Birtist í DV 05.08.15.. Á Alþingi var undir þinglokin tekist á um frumvarp um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands.
Bylgjan - í bítið 989

HEILBRIGÐISKERFIÐ TIL UMRÆÐU Á BYLGJUNNI

Í morgun ræddum við Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um stefnumarkmið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum.
MBL- HAUSINN

ÓLA BIRNI SVARAÐ

Birtist í Morgunblaðinu 04.08.15.. Óli Björn Kárason skrifar mikla grein í Mogunblaðið um það sem hann kallar Ögmundar-möntru, en það á að vera skírskotun til þeirrar kenningar þessa varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og um skeið aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, að skrif mín um heilbrigðismál að undanförnu og varnarðarorð gegn einkavæðingu á því sviði, séu fyrst og fremst til að ná tvíþættu markmiði, sverta Sjálfstæðisflokkinn og formann hans sérstaklega, en einnig beri að skoða umfjöllun mína í ljósi innanflokksátaka í Vinstrihreyfingunni grænu framboði! . . Með eigin orðum . . Best er að láta Óla Björn segja þetta sjálfan: "Ég er þess fullviss að Ögmundur Jónasson trúir flestu sem hann skrifar en varla öllu.
Kúrdar - árásir á

HVORKI ERDOGAN NÉ NATÓ KOMA Á ÓVART

Allar götur frá kosningasigri Lýðræðisfylkingarinnar, Halkların Demokratik Partisi, HDP,  í þingkosningunum í Tyrklandi í júní síðastliðnum, hefur verið ástæða til að óttast einhvers konar ofbeldisaðgerðir gegn Kúrdum af hálfu tyrkneskra yfirvalda.
DV - LÓGÓ

MÁLSVARAR RANGLÆTIS?

Birtist í DV 31.07.15.. Fyrir tveimur árum skrifaði ég tvær greinar í DV um mál sem nú eru á nýjan leik mjög í umræðunni.

AÐ ÞAGGA OG BYGGJA BANKA

Margir hafa þunga þanka. Það er alveg skýrt. Að Steinþór vilji byggja Banka. og það nokkuð dýrt . . . Nú er nauðgun lítið mál. niður glæpinn þöggum. því engin verða eftirmál. í vitorði með Löggum. . Pétur Hraunfjörð  . . .                               
Helga og Óli Björn

MISMUNANDI SÝN Á SAMFÉLAGSLEGAN BANKA

Þeim virðist fara fjölgandi sem telja að halda eigi Landsbankanum að fullu í ríkiseigu og reka hann sem samfélagslega ábyrgan banka.  Sjálfur hef ég talað fyrir þessu sjónarmiði, Þorleifur Gunnlaugsson, fyrrum borgarfulltrúi hefur gert slíkt hið sama, vill reyndar að stofnaður verði samfélagsbanki í eigu Reykjavíkurborgar og hefur fært fyrir því góð rök,  Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur talað mjög í þessa veru og fleiri mætti nefna og þá ekki síst Helgu Þórðardóttur,formann Dögunar en hún skrifar í Fréttablaðið grein í dag undir fyrirsögninni: „Landsbankinn sem samfélagsbanki". . Helga segir m.a.

UNDARLEG FORGANGS-RÖÐUN

Sæll Ögmundur,. Ég vildi spyrja þig um forgangsröðun í ríkisfjármálum. Það er margt sem maður skilur ekki, t.d.
MBL  - Logo

GEFIÐ FYRIR MARKIÐ

Birtist í Morgunblaðinu 27.07.15.Ríkisstjórnin þvertekur fyrir að hún vinni að einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.
ÁTVR -2015

STARFSFÓLKI ÁTVR HALDIÐ Í ÓVISSU

Samkvæmt margítrekuðum skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur því að áfengi sé selt í matvörubúðum og vill halda í það fyrirkomulag sem nú er við lýði.. Samkvæmt því sem ég best veit er meirihluti Alþingis einnig andvígur því að fyrirkomulaginu verði breytt í þeim anda sem nokkrir þingmenn hafa gert að hugsjón sinni og baráttumáli, nefnilega að afnema ÁTVR og koma víni í almennar búðir.. Ef þetta er rétt, er ítrekuð framlagning þingmáls um þetta efni fyrst og fremst aðferð flutningsmanna til að koma málstað sínum á framfæri við þjóðina og hamra á honum í áróðursskyni.