Allt er á sínum stað í gamalkunnri tilveru. Viðskiptaráð býsnast yfir skattahækkunum í tíð síðustu ríkisstjórnar og Staksteinar Morgunblaðsins taka undir og kalla þetta heimsmet í skattahækkunum.
Ljóst er að boðun þingfundar á sunnudagskvöldi um gjaldeyrishöft er generalprufa, æfing,fyrir það sem koma skal: Að allir þingmenn stökkvi gagnrýnislaust og umræðulítið á afnám gjaldeyrishafta.
Þórólfi Matthíassyni, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mislíkaði pistill sem ég skrifaði í helgarblað Morgunblaðsins fyrir skömmu um mismunandi vægi atkvæða við rektorskjör og færi vægið eftir prófgráðum.
Ég sé að innanríkisráðherra hefur upplýst þig í formlegu svari að starf Rögnu-nefndarinnar svokölluðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar að reikningurinn sé kominn í 35 milljónir og enn sé starfinu ekki lokið því á skorti "formlegar veðurmælingar" á Skerjafirði.
Ég minnist þess þegar ég mörgum sinnum heimsótti frænda minn í Bandaríkjunum á níunda áratugnum, hann stundaði þar sérnám í dýrasjúkdómum, hve oft hann vakti þá athygli mina á lyfjaauglýsingum í útvarpi og sjónvarpi.
Þegar til stóð á síðasta kjörtímabili að setja gjald á veiðar umfram það sem kvótahafar gátu sætt sig við var kveðið upp ramakvein mikið og fram á völlinn þustu þeir sjálfir og talsmenn þeirra hrópandi: SKERÐIÐ EKKI EIGNARRÉTTINN! Nær heilagleikanum töldu menn sig ekki komast.