Fyrr á þessu ári, í apríl síðastliðnum, kom til Íslands Thuli Madonsela, Public Protector Suður Afríku, en embætti hennar á helst samsvörun í embætti Umboðsmanns Alþingis hér á landi.
Í Bretalandi er nú unnið að löggjöf sem leggur bann við auglýsingum spilavíta og er ekki annað að skilja á frétt breska stórblaðsins Times en að bannið komi til með að taka til hvers kyns veðbanka, spilavítisvéla (á borð við þær sem Háskóli Íslands, Landsbjörg og fleiri, reka hér á landi) og netspilafyrirtækjanna.
Á miðnætti í kvöld held ég alla leið til Suður-Afríku en mér var boðið að halda fyrirlestur á ráðstefnu í Jóhannesarborg í næstu viku um aðhalds- og eftirlitshlutverk Alþingis.
Á vinnsluborði Alþingis er frumvarp sem, ef samykkt, hefði í för með sér stórkostelga skerðingu á kjörum hinna efnaminni að námi loknu og þýðir í reynd að verið að takmarka að fólk geti farið í nám sem ekki er öruggt að skili miklum tekjum.
„Einkavæðing bankanna, hin síðari" er orðalag úr ranni Hrunverjanna, sem um aldamótin einkavæddu íslenska bankakerfið og komu því í hendur pólitískra vina sinna.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom fram á ráðstefnu síns flokks og í kjölfarið í fjölmiðlum og sagðist tala fyrir einföldum lausnum.
Sæll Ögmundur. Mér finnst ekki gott að þú skulir vera að hætta á þingi en ég vil treysta því að þú sem formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis munir ekki láta deigan síga á lokametrunum heldur sinna starfi þínu af kostgæfni og sjá til þess að skipuð verði fagleg og óháð nefnd til að skrifa rannsóknarskýrslu um einkavæðingu bankanna, hina síðari.