ÞETTA ER GERANDINN
18.09.2019
Fram er komið að vatnasvið Jökulsár á Fjöllum á Norðausturlandi verður friðað fyrir orkuvinnslu. Nánar tiltekið verður vatnasvið árinnar og áin sjálf suður af Ásbyrgi friðlýst. Landeigendur á svæðinu hafa hótað að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir að skerða möguleika þeirra til orkuvinnslu í hagnaðarskyni. Í blaðaskrifum og viðtölum fara landeigendur hörðum orðum um “gerendur” þessarar friðlýsingar. Lesendur eru upplýstir um að höfuðgerandinn sé að sjálfsögðu umhverfisráðherrann, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Um hann er farið hörðum orðum. Ég ætla hins vegar að ...